Innlent

Áreitti ítrekað gesti staðarins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var gestur á veitingastað í miðbænum.
Maðurinn var gestur á veitingastað í miðbænum. Vísir/vilhelm
Starfsfólk veitingastaðar í miðborginni óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns á staðnum. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi ítrekað áreitt og ónáðað aðra gesti. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var lögregla kölluð nokkrum sinnum út í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Byggingarefni, þakplötur, vinnupallar og lausamunir fuku eða voru við það að fjúka sem skapaði hættu. Viðeigandi ráðstafanir voru gerðar.

Lögregla handtók svo ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku. Frá klukkan fimm í gær og til fimm í morgun voru 38 mál bókuð hjá lögreglu, að því er segir í dagbókinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×