Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2019 07:30 M aðurinn hefur áður komist í kast við lögin vegna slæmrar meðferðar á skotvopnum. Fréttablaðið/Auðunn Leiðrétt: Fullyrt var í upphafi að maðurinn hafi áður verið dæmdur sekur. Hann var hins vegar sýknaður í hæstarétti af meintum brotum sínum. Maðurinn hefur því ekki áður fengið á sig dóm. Það leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þeim mistökum. Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og haglaskot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigurbjörnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregluna síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, branduglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með haglabyssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim.Stoeger P-350 haglabyssaEinnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á síðasta áratug fyrir að hafa verið með vopnabúr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna innbrotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða einhver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Norðurþing Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Leiðrétt: Fullyrt var í upphafi að maðurinn hafi áður verið dæmdur sekur. Hann var hins vegar sýknaður í hæstarétti af meintum brotum sínum. Maðurinn hefur því ekki áður fengið á sig dóm. Það leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þeim mistökum. Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og haglaskot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigurbjörnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregluna síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, branduglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með haglabyssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim.Stoeger P-350 haglabyssaEinnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á síðasta áratug fyrir að hafa verið með vopnabúr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna innbrotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða einhver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Norðurþing Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira