Espen Reite, talsmaður lögreglu, segir að slökkvilið hafi fundið líkin við leit í einu húsinu. Talið er að eldur hafi komið upp í einu húsanna og hann svo dreift sér til tveggja nálægra húsa.
Norskir fjölmiðlar greina frá því að hinir látnu hafi verið íbúar í húsinu. Þá voru karl og kona á þrítugsaldri flutt á sjúkrahús eftir að hafa stokkið út um glugga í sama húsi.
Tilkynning um brunann barst slökkviliði skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í nótt. Ekki liggur fyrir um upptök eldsins að svo stöddu.