EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 10. maí 2019 18:15 Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti fyrir ríkisstjórn í dag yfirlýsingu EFTA-ríkjanna um sérstöðu Íslands í raforkumálum. Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti yfirlýsinguna en í henni er undirstrikað að raforkukerfi Íslands sé einangrað kerfi og sé ekki tengt raforkusæstreng milli Íslands og orkukerfis ESB. „Stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans, sérstaklega þau sem varða viðskipti og gunnvirki fyrir raforku yfir landamæri, hafa ekki gildi eða raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar,“ þetta kemur fram í yfirlýsingunni sem greint er frá á vef Stjórnarráðs Íslands. Ítrekað er í yfirlýsingunni að ákvæði þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna á orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu. Ákvarðanir um samtengingu raforkukerfa milli ríkjanna og orkumarkaðar ESB sé alltaf í þeirra höndum. Þá er tekið fram í textanum að ef raforkukerfin yrðu samtengd í framtíðinni og ágreiningsmál sem varða Ísland kæmu upp myndi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) úrskurða um þau mál en ekki samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER). Samskonar fyrirkomulag er nú þegar til staðar í Noregi og Liechtenstein og er það í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Alþingi Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti yfirlýsinguna en í henni er undirstrikað að raforkukerfi Íslands sé einangrað kerfi og sé ekki tengt raforkusæstreng milli Íslands og orkukerfis ESB. „Stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans, sérstaklega þau sem varða viðskipti og gunnvirki fyrir raforku yfir landamæri, hafa ekki gildi eða raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar,“ þetta kemur fram í yfirlýsingunni sem greint er frá á vef Stjórnarráðs Íslands. Ítrekað er í yfirlýsingunni að ákvæði þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna á orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu. Ákvarðanir um samtengingu raforkukerfa milli ríkjanna og orkumarkaðar ESB sé alltaf í þeirra höndum. Þá er tekið fram í textanum að ef raforkukerfin yrðu samtengd í framtíðinni og ágreiningsmál sem varða Ísland kæmu upp myndi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) úrskurða um þau mál en ekki samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER). Samskonar fyrirkomulag er nú þegar til staðar í Noregi og Liechtenstein og er það í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins.
Alþingi Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15
Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00