Næsta mál, takk Hörður Ægisson skrifar 10. maí 2019 07:00 Þótt halda mætti annað, miðað við allan æsinginn, þá er ekki mikil ástæða til að fara mörgum orðum um innihald þriðja orkupakkans. Fátt, ef nokkuð, felur þar í sér nein nýmæli fyrir Ísland. Verið er að skerpa á því regluverki sem nú þegar gildir – og var fyrst innleitt í íslenskan rétt fyrir meira en fimmtán árum án mikillar mótstöðu – og snýst í grunninn um aukið sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem í okkar tilfelli er Orkustofnun, og meiri neytendavernd. Með öðrum orðum er tilgangurinn aukin og virkari samkeppni á orkumarkaði. Hagsmunirnir af slíku regluverki fyrir almenning og fyrirtæki eru ótvíræðir. Innleiðing þriðja orkupakkans á sér langan aðdraganda, sem margar ríkisstjórnir hafa komið að á síðustu árum, og Ísland hefur margsinnis haft tækifæri til þess að hafa áhrif á ákvörðunarferlið. Engin ríkisstjórn hefur hins vegar á neinu stigi málsins talið ástæðu til að beita sér gegn orkupakkanum. Andstaðan nú um stundir, drifin áfram af fyrrverandi áhrifamönnum í íslensku samfélagi sem eiga erfitt með að eftirláta sviðið nýrri kynslóð, vekur því um margt furðu. Mörgu er haldið fram í umræðunni sem stenst enga skoðun. Dapurlegast er að sjá þá, sem vita flestir hverjir betur, taka þátt í að afvegaleiða almenning með röngum upplýsingum. Um hvað fjallar orkupakkinn ekki? Hann snýst á engan hátt um einkavæðingu eða frekari „markaðsvæðingu“ raforkugeirans en nú er. Því síður er Ísland að afsala sér forræði á því hvernig við nýtum orkuauðlindir landsins og ákvörðun um mögulega lagningu sæstrengs, sem mun krefjast samþykkis Alþingis, verður alfarið í okkar höndum. Um allt þetta er ástæðulaust að deila. Þeir sem tala gegn þriðja orkupakkanum hafa látið að því liggja að málið eigi margt sameiginlegt með baráttunni gegn Icesave. Þótt erfitt sé að átta sig á þeim samanburði þá grundvallast sú afstaða meðal annars á því sjónarmiði að gera eigi það tortryggilegt að nú, rétt eins og þá, sé um það breið samstaða á meðal stjórnmálamanna og atvinnulífsins að samþykkja orkupakkann. Höfum eitt á hreinu. Krafan um það að Íslendingar ættu að gangast undir löglausar kröfur Breta og Hollendinga, sem hefði hamlað endurreisn efnahagslífsins og gert afnám hafta erfiðara en ella, varðaði gríðarlega fjárhagslega hagsmuni Íslands. Sem betur fer tókst að afstýra þeim áformum. Engir slíkir hagsmunir eru undir í því máli sem varðar þriðja orkupakkann. Hér er aðeins verið að fiska í gruggugu vatni þar sem markmiðið virðist vera – í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi – að grafa undan EES-samstarfinu að óþörfu. Því má ekki láta ósvarað. Ísland er í einstakri stöðu. Á síðustu árum hefur okkur tekist, undir forystu ólíkra ríkisstjórna, að leysa úr fjölmörgum flóknum en misstórum úrlausnarefnum á farsælan hátt, nú síðast með því að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára með skynsamlegum kjarasamningum. Verkefnið sem við stöndum núna frammi fyrir, rétt eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sögðu í viðtali við Markaðinn í vikunni er að byggja á þeim grunni til að sækja fram og bæta lífskjör þjóðarinnar. Hvernig til tekst ræðst af samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin á því að leiða þriðja orkupakkann í lög og snúa sér að öðrum og mikilvægari málum sem eiga að vera í forgrunni. Næsta mál, takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Þótt halda mætti annað, miðað við allan æsinginn, þá er ekki mikil ástæða til að fara mörgum orðum um innihald þriðja orkupakkans. Fátt, ef nokkuð, felur þar í sér nein nýmæli fyrir Ísland. Verið er að skerpa á því regluverki sem nú þegar gildir – og var fyrst innleitt í íslenskan rétt fyrir meira en fimmtán árum án mikillar mótstöðu – og snýst í grunninn um aukið sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem í okkar tilfelli er Orkustofnun, og meiri neytendavernd. Með öðrum orðum er tilgangurinn aukin og virkari samkeppni á orkumarkaði. Hagsmunirnir af slíku regluverki fyrir almenning og fyrirtæki eru ótvíræðir. Innleiðing þriðja orkupakkans á sér langan aðdraganda, sem margar ríkisstjórnir hafa komið að á síðustu árum, og Ísland hefur margsinnis haft tækifæri til þess að hafa áhrif á ákvörðunarferlið. Engin ríkisstjórn hefur hins vegar á neinu stigi málsins talið ástæðu til að beita sér gegn orkupakkanum. Andstaðan nú um stundir, drifin áfram af fyrrverandi áhrifamönnum í íslensku samfélagi sem eiga erfitt með að eftirláta sviðið nýrri kynslóð, vekur því um margt furðu. Mörgu er haldið fram í umræðunni sem stenst enga skoðun. Dapurlegast er að sjá þá, sem vita flestir hverjir betur, taka þátt í að afvegaleiða almenning með röngum upplýsingum. Um hvað fjallar orkupakkinn ekki? Hann snýst á engan hátt um einkavæðingu eða frekari „markaðsvæðingu“ raforkugeirans en nú er. Því síður er Ísland að afsala sér forræði á því hvernig við nýtum orkuauðlindir landsins og ákvörðun um mögulega lagningu sæstrengs, sem mun krefjast samþykkis Alþingis, verður alfarið í okkar höndum. Um allt þetta er ástæðulaust að deila. Þeir sem tala gegn þriðja orkupakkanum hafa látið að því liggja að málið eigi margt sameiginlegt með baráttunni gegn Icesave. Þótt erfitt sé að átta sig á þeim samanburði þá grundvallast sú afstaða meðal annars á því sjónarmiði að gera eigi það tortryggilegt að nú, rétt eins og þá, sé um það breið samstaða á meðal stjórnmálamanna og atvinnulífsins að samþykkja orkupakkann. Höfum eitt á hreinu. Krafan um það að Íslendingar ættu að gangast undir löglausar kröfur Breta og Hollendinga, sem hefði hamlað endurreisn efnahagslífsins og gert afnám hafta erfiðara en ella, varðaði gríðarlega fjárhagslega hagsmuni Íslands. Sem betur fer tókst að afstýra þeim áformum. Engir slíkir hagsmunir eru undir í því máli sem varðar þriðja orkupakkann. Hér er aðeins verið að fiska í gruggugu vatni þar sem markmiðið virðist vera – í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi – að grafa undan EES-samstarfinu að óþörfu. Því má ekki láta ósvarað. Ísland er í einstakri stöðu. Á síðustu árum hefur okkur tekist, undir forystu ólíkra ríkisstjórna, að leysa úr fjölmörgum flóknum en misstórum úrlausnarefnum á farsælan hátt, nú síðast með því að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára með skynsamlegum kjarasamningum. Verkefnið sem við stöndum núna frammi fyrir, rétt eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sögðu í viðtali við Markaðinn í vikunni er að byggja á þeim grunni til að sækja fram og bæta lífskjör þjóðarinnar. Hvernig til tekst ræðst af samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin á því að leiða þriðja orkupakkann í lög og snúa sér að öðrum og mikilvægari málum sem eiga að vera í forgrunni. Næsta mál, takk.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun