Gífurleg fjölgun á slysum vegna fíkniefnaaksturs Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 07:15 Í fyrra urðu 868 slys á fólki í umferðinni, þar af fimmtán banaslys. Fréttablaðið/Anton Brink Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti innihaldið á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkniefnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunaraksturs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akstursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Líkurnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefnaaksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefnaneyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefnaakstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti innihaldið á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkniefnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunaraksturs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akstursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Líkurnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefnaaksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefnaneyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefnaakstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira