Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 23:32 Asthon Kutcher í réttarsal í dag. Vísir/Getty Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag. Bandaríkin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag.
Bandaríkin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira