Sagði umræðu Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á þriðja orkupakkanum Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:17 Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira