Halldóra: Stjórnmálastéttinni ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:04 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra. Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra.
Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45