Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 19:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira