„Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2019 10:56 Magga Stína gerði grein fyrir kröfum leigjenda og miðlaði af eigin reynslu. Vísir/vilhelm Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína. Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46