Segja Coutinho vera í tilboði Barcelona fyrir Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:00 Neymar og Philippe Coutinho spila saman hjá brasilíska landsliðinu. Getty/ Jean Catuffe Barcelona vill endurheimta Brasilíumanninn Neymar sem Paris Saint Germain keypti út úr samningi sínum hjá Barcelona fyrir að verða tveimur árum síðan. Neymar fann sig vel hjá Barcelona en var þó alltaf í skugga Lionel Messi. Hann virðist hins vegar ekki hafa blómstrað eins vel og sumir veðjuðu á, þegar hann komst út úr skugga Messi og fór til PSG. Neymar hefur þannig verið í tómu tjóni síðustu mánuði, fyrst meiddur og svo staðinn að því að fremja agabrot. Hann missti nú síðast fyrirliðabandið hjá brasilíska landsliðinu í undirbúningi liðsins fyrir Suðurameríkukeppnina sem fer fram á heimavelli þeirra í Brasilíu. Nýjustu fréttirnar af framtíð Neymar er að Barcelona hefur boðið Paris Saint Germain öfluga leikmenn fyrir hann.Philippe Coutinho 'offered as transfer makeweight' as Barcelona open Neymar talks https://t.co/YNbmLAVjUmpic.twitter.com/zwQ3299N8I — Mirror Football (@MirrorFootball) May 29, 2019Record Sport og fleiri enskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Barcelona hafi boðið annað hvort Philippe Coutinho eða Ousmane Dembele í nýjasta tilboði sínu til franska félagsins. PSG borgaði Barcelona 222 milljónir evra fyrir Neymar sumarið 2017 og Barca notaði þann pening til að kaupa bæði Philippe Coutinho frá Liverpool og Ousmane Dembele frá Dortmund. Coutinho kostaði 120 milljónir evra og Dembele kostaði 105 milljónir evra. Barcelona gæti þó þurft að borga meira fyrir þá báða nái þeir ákveðnum markmiðum sem leikmenn félagsins.Barcelona to use Coutinho as bait for Neymar: Unsettled former Liverpool star - or Dembele - will be offered to PSG in bid to bring superstar back to Nou Camp https://t.co/B7RBdLs0En — MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2019Neymar og faðir hans hafa verið að vinna í því að koma stráknum aftur til Spánar og hafa báðir ýtt undir að annaðhvort Real Madrid eða Barcelona kaupi Neymar. Það er hins vegar ekkert grín að ná slíkum samningi í gegn. Það er ekki nóg með að borga alla þessa peninga fyrir hann í upphafi heldur einnig að borga laun Brasilíumannsins sem eru sögð 30 milljónir evra eftir skatt eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Barcelona vill endurheimta Brasilíumanninn Neymar sem Paris Saint Germain keypti út úr samningi sínum hjá Barcelona fyrir að verða tveimur árum síðan. Neymar fann sig vel hjá Barcelona en var þó alltaf í skugga Lionel Messi. Hann virðist hins vegar ekki hafa blómstrað eins vel og sumir veðjuðu á, þegar hann komst út úr skugga Messi og fór til PSG. Neymar hefur þannig verið í tómu tjóni síðustu mánuði, fyrst meiddur og svo staðinn að því að fremja agabrot. Hann missti nú síðast fyrirliðabandið hjá brasilíska landsliðinu í undirbúningi liðsins fyrir Suðurameríkukeppnina sem fer fram á heimavelli þeirra í Brasilíu. Nýjustu fréttirnar af framtíð Neymar er að Barcelona hefur boðið Paris Saint Germain öfluga leikmenn fyrir hann.Philippe Coutinho 'offered as transfer makeweight' as Barcelona open Neymar talks https://t.co/YNbmLAVjUmpic.twitter.com/zwQ3299N8I — Mirror Football (@MirrorFootball) May 29, 2019Record Sport og fleiri enskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Barcelona hafi boðið annað hvort Philippe Coutinho eða Ousmane Dembele í nýjasta tilboði sínu til franska félagsins. PSG borgaði Barcelona 222 milljónir evra fyrir Neymar sumarið 2017 og Barca notaði þann pening til að kaupa bæði Philippe Coutinho frá Liverpool og Ousmane Dembele frá Dortmund. Coutinho kostaði 120 milljónir evra og Dembele kostaði 105 milljónir evra. Barcelona gæti þó þurft að borga meira fyrir þá báða nái þeir ákveðnum markmiðum sem leikmenn félagsins.Barcelona to use Coutinho as bait for Neymar: Unsettled former Liverpool star - or Dembele - will be offered to PSG in bid to bring superstar back to Nou Camp https://t.co/B7RBdLs0En — MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2019Neymar og faðir hans hafa verið að vinna í því að koma stráknum aftur til Spánar og hafa báðir ýtt undir að annaðhvort Real Madrid eða Barcelona kaupi Neymar. Það er hins vegar ekkert grín að ná slíkum samningi í gegn. Það er ekki nóg með að borga alla þessa peninga fyrir hann í upphafi heldur einnig að borga laun Brasilíumannsins sem eru sögð 30 milljónir evra eftir skatt eða 4,2 milljarðar íslenskra króna.
Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira