Hélt hann henni fanginni á meðan 1.600 kílómetra langri ferð stóð árið 2017 en Greer var meðal annars barin og hótað með skotvopni sem var haldið að höfði hennar.
Greer, sem er frá Liverpool, var bjargað þegar lögreglan stöðvaði fjórhjóladrifna jeppan sem henni var haldið í.
Dómarinn í málinu sagði að Martin þyrfti að minnsta kosti að afplána áttatíu prósent af fangelsisvistinni.
Við réttarhöldin kom fram að Martin og Greer hafi kynnst í partíi í janúar árið 2017 og tekið saman fljótlega eftir það. Martin er þó sagður hafa verið farinn að beita Greer ofbeldi áður en langt um leið.

Lögregla batt enda á þessa fjögurra vikna löngu frelsissviptingu í bænum Mitchell eftir að eigandi bensínstöðvar hafði gert lögreglu viðvart.
Eigandinn hafði séð Greer aka í burtu án þess að greiða fyrir eldsneyti. Lögreglan stöðvaði för hennar og fann þar Martin sem hafði falið sig í bílnum.
Greer var með fjölda áverka eftir Martin ásamt því að hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Saksóknarinn sagði Martin hafa reynt að einangra Greer og tók meðal annars upp á því að klippa vegabréf hennar.
Saksóknarinn sagði Greer hafa óttast um líf sitt og margar af hjálparbeiðnum hennar hefðu verið virtar að vettugi af vegfarendum.
Verjandi Martin sagði hann hafa verið í mikilli eiturlyfjaneyslu sem hefði brenglað dómgreind hans.