Tók til fótanna þegar hún heyrði hvellinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:05 Auður Elín sem er búsett í Malmö brá þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í strætisvagni í hverfinu hennar. Aðsend Eldur kom upp í aftari hluta gasknúins strætisvagns í Västra-hamnen hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Auður Elín Sigurðardóttir, vörumerkja-og verslunarstjóri, var með dóttur sína í barnavagni á leiðinni að sækja son sinn á leikskólann þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í kyrrstæðum strætisvagni á óvanalegum stað. „Þá sé ég að strætó stoppar á skringilegum stað og aftast í strætisvagninum sé ég loga. Allt í einu kemur rosalega mikill reykur og ég sé að ökumaðurinn drífur sig út. Eldurinn breiðist síðan rosalega hratt út og verður mikill eldur.“ Sem betur fór var vagnstjórinn einn um borð í strætisvagninum þegar eldurinn kviknaði og því sakaði engan. Auður Elín var á meðal fyrstu á vettvang en skömmu síðar mættu slökkviliðsmenn. Auður Elín kom barnavagninum í skjól og hóf strax að mynda eldsvoðann en leist síðan ekki á blikuna þegar skyndilega heyrðist hávær hvellur. „Mér brá í raun og veru. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara pínulítill eldur og bjóst ekki við einhverju miklu en síðan gerðist þetta allt í einu mjög hratt. Mér brá rosalega mikið þegar sprengingin kom þegar ég var að taka myndbandið. Þá bara tók ég vagninn og hljóp í burtu.“ Aðspurð segir Auður Elín að eldsupptök séu ókunn en bætir við að svipað atvik hafi átt sér stað í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verið sé að vinna í því að rannsaka vettvang. Auður Elín segir að strætisvagninn hafi orðið alelda og gjöreyðilagst í eldsvoðanum. Svíþjóð Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Eldur kom upp í aftari hluta gasknúins strætisvagns í Västra-hamnen hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Auður Elín Sigurðardóttir, vörumerkja-og verslunarstjóri, var með dóttur sína í barnavagni á leiðinni að sækja son sinn á leikskólann þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í kyrrstæðum strætisvagni á óvanalegum stað. „Þá sé ég að strætó stoppar á skringilegum stað og aftast í strætisvagninum sé ég loga. Allt í einu kemur rosalega mikill reykur og ég sé að ökumaðurinn drífur sig út. Eldurinn breiðist síðan rosalega hratt út og verður mikill eldur.“ Sem betur fór var vagnstjórinn einn um borð í strætisvagninum þegar eldurinn kviknaði og því sakaði engan. Auður Elín var á meðal fyrstu á vettvang en skömmu síðar mættu slökkviliðsmenn. Auður Elín kom barnavagninum í skjól og hóf strax að mynda eldsvoðann en leist síðan ekki á blikuna þegar skyndilega heyrðist hávær hvellur. „Mér brá í raun og veru. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara pínulítill eldur og bjóst ekki við einhverju miklu en síðan gerðist þetta allt í einu mjög hratt. Mér brá rosalega mikið þegar sprengingin kom þegar ég var að taka myndbandið. Þá bara tók ég vagninn og hljóp í burtu.“ Aðspurð segir Auður Elín að eldsupptök séu ókunn en bætir við að svipað atvik hafi átt sér stað í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verið sé að vinna í því að rannsaka vettvang. Auður Elín segir að strætisvagninn hafi orðið alelda og gjöreyðilagst í eldsvoðanum.
Svíþjóð Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira