Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 11:48 Úr höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut, útvarpshljóðver á vinstri hönd. Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49