Fór í skiptinám, var í tvöföldu tónlistarnámi og dúxaði Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Rán útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,7. Aðsent „Ég er búin að vera í tvöföldu tónlistarnámi með skóla, spila á fiðlu og læri klassískan söng í tónlistarskólanum á Egilsstöðum,“ segir Héraðsbúinn Rán Finnsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og var dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Rán segir skólagönguna alla tíð gengið vel og segist í raun hafa búist við því að nafn hennar yrði kallað upp þegar tilkynnt væri um dúx ME á útskriftarathöfninni 25. maí síðastliðinn. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor. „Mamma og pabbi voru alveg himinlifandi en þau bjuggust alveg eins við þessu og ég,“ segir Rán sem útskrifaðist með einkunnina 9,7. Menntaskólaganga Ránar var ekki eins og hjá flestum en á öðru ári fluttist Rán búferlum til borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og var þar skiptinemi veturinn 2016-2017. Rán er á því að skiptinámið hafi kennt henni margt, „Skiptinámið kenndi mér mjög margt, verandi skiptinemi lærir maður einhvern veginn meira um samskipti og hvernig hægt er að tala við hvern sem er, sama hvað,“ segir Rán og bætir því við að hún eigi enn í samskiptum við vini sína frá Spáni. Raungreinarnar voru Ránar ær og kýr, greint var frá því á athöfninni að í 19 af 21 raungreinaáföngum hafi Rán fengið 10 í einkunn, fyrir árangurinn í raungreinum hlaut Rán Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík, þau verðlaun nýtast henni þó ekki enda hefur hún sótt um nám í Verkfræðilegri Eðlisfræði við Háskóla Íslands. Rán segist læra best á því að kenna öðrum í kringum hana og hjálpa þeim sem eru í sömu áföngum, „þannig lærir maður og skilur betur,“ segir Rán Finnsdóttir, dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Ég er búin að vera í tvöföldu tónlistarnámi með skóla, spila á fiðlu og læri klassískan söng í tónlistarskólanum á Egilsstöðum,“ segir Héraðsbúinn Rán Finnsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og var dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Rán segir skólagönguna alla tíð gengið vel og segist í raun hafa búist við því að nafn hennar yrði kallað upp þegar tilkynnt væri um dúx ME á útskriftarathöfninni 25. maí síðastliðinn. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor. „Mamma og pabbi voru alveg himinlifandi en þau bjuggust alveg eins við þessu og ég,“ segir Rán sem útskrifaðist með einkunnina 9,7. Menntaskólaganga Ránar var ekki eins og hjá flestum en á öðru ári fluttist Rán búferlum til borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og var þar skiptinemi veturinn 2016-2017. Rán er á því að skiptinámið hafi kennt henni margt, „Skiptinámið kenndi mér mjög margt, verandi skiptinemi lærir maður einhvern veginn meira um samskipti og hvernig hægt er að tala við hvern sem er, sama hvað,“ segir Rán og bætir því við að hún eigi enn í samskiptum við vini sína frá Spáni. Raungreinarnar voru Ránar ær og kýr, greint var frá því á athöfninni að í 19 af 21 raungreinaáföngum hafi Rán fengið 10 í einkunn, fyrir árangurinn í raungreinum hlaut Rán Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík, þau verðlaun nýtast henni þó ekki enda hefur hún sótt um nám í Verkfræðilegri Eðlisfræði við Háskóla Íslands. Rán segist læra best á því að kenna öðrum í kringum hana og hjálpa þeim sem eru í sömu áföngum, „þannig lærir maður og skilur betur,“ segir Rán Finnsdóttir, dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira