Serena lagði Vitalia Diatchenko í fyrstu umferð mótsins en þurfti að hafa fyrir því. Hún tapaði fyrsta settinu, 2-6, en kom til baka og vann næstu tvö sett nokkuð sannfærandi.
Það var aftur á móti lítið talað um leikinn og meira var talað um klæðnaðinn. Hún var gagnrýnd af mótshöldurum fyrir að mæta í kattarbúningnum í fyrra og sú gagnrýni fór ekki vel í heimsbyggðina.
Serena auglýsti á Instagram að von væri á einhverju nýju en hún var þó ekki í kjól eins og á Instagram-myndinni.
Let the Roland Garros begin. Here is my French Open look designed by @virgilabloh and @nike.View this post on Instagram
A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on May 26, 2019 at 6:00am PDT
Það var samt klæðnaður í anda kjólsins. Á klæðnaðinum má svo finna orðin: „Móðir, meistari, drottning og gyðja“.
