Færeyski forstjórinn bætti rör frítt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 06:00 Jóhann Ólafson, Skarphéðinn Gíslason og Ásgeir G. Guðbjartsson. Myndin er tekin í Klakksvík í Færeyjum, (Klaksvík). Báturinn reyndist vel á langsiglingunni, hann virtist fara vel í sjó, en það á eftir að reyna á hann almennilega, miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Ásgeir G. Guðbjartsson sem var stýrimaður á Gísla Jóns, nýju skipi Björgunarfélags Ísafjarðar, á siglingu þess frá Bodö í Noregi til Ísafjarðar. „Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, með viðkomu í Færeyjum. Fengum mjög gott veður nánast alla leið, vindur fór í mest 10-12 metra út af Austfjörðum, þar stóð báturinn sig vel og fór ágætlega með okkur.“ Í Færeyjum þurfti að laga smávægilegan smurolíuleka, síðdegis á laugardag. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti sjálfur um borð, endurbætti rörið og tók ekkert fyrir það, að sögn Ásgeirs. „Færeyingarnir voru mjög almennilegir við okkur og líka þeir sem við áttum samskipti við í Noregi.“ Skipstjóri í ferðinni var Skarphéðinn Gíslason, faðir hans var Gísli Jónsson, sá sem báturinn er skírður eftir. Vélstjórinn, Jóhann Ólafson, hefur verið í björgunarsveitinni í tugi ára, formaður á tímabili. Ásgeir starfar sem II stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni, hann er barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar, skipstjóra á Guðbjörgu ÍS-46 (Geira á Guggunni). Ásgeir segir Gísla Jóns smíðaðan 1997 og hafa verið í Bodö hjá Redding selskap í yfir 20 ár. Þótt hann sé ekki stór segir Ásgeir hann hafa ákveðna kosti umfram gamla bátinn. „Þessi er öflugri, auðveldara að sigla honum hraðar þegar á þarf að halda, eins er hljóðeinangrunin betri og aðbúnaðurinn fyrir mannskapinn.“ Bodö er norðarlega í Noregi en í stað þess að taka vissa áhættu með því að stíma beinustu leið til Ísafjarðar, með olíubirgðir um borð, ákvað skipstjórinn að sigla suður með Noregsströnd til Álasunds og þar yfir til Færeyja. En er rétta nafnið komið á kinnung bátsins? „Það er búið að líma það á hann til bráðabirgða.“ Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Færeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Báturinn reyndist vel á langsiglingunni, hann virtist fara vel í sjó, en það á eftir að reyna á hann almennilega, miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Ásgeir G. Guðbjartsson sem var stýrimaður á Gísla Jóns, nýju skipi Björgunarfélags Ísafjarðar, á siglingu þess frá Bodö í Noregi til Ísafjarðar. „Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, með viðkomu í Færeyjum. Fengum mjög gott veður nánast alla leið, vindur fór í mest 10-12 metra út af Austfjörðum, þar stóð báturinn sig vel og fór ágætlega með okkur.“ Í Færeyjum þurfti að laga smávægilegan smurolíuleka, síðdegis á laugardag. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti sjálfur um borð, endurbætti rörið og tók ekkert fyrir það, að sögn Ásgeirs. „Færeyingarnir voru mjög almennilegir við okkur og líka þeir sem við áttum samskipti við í Noregi.“ Skipstjóri í ferðinni var Skarphéðinn Gíslason, faðir hans var Gísli Jónsson, sá sem báturinn er skírður eftir. Vélstjórinn, Jóhann Ólafson, hefur verið í björgunarsveitinni í tugi ára, formaður á tímabili. Ásgeir starfar sem II stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni, hann er barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar, skipstjóra á Guðbjörgu ÍS-46 (Geira á Guggunni). Ásgeir segir Gísla Jóns smíðaðan 1997 og hafa verið í Bodö hjá Redding selskap í yfir 20 ár. Þótt hann sé ekki stór segir Ásgeir hann hafa ákveðna kosti umfram gamla bátinn. „Þessi er öflugri, auðveldara að sigla honum hraðar þegar á þarf að halda, eins er hljóðeinangrunin betri og aðbúnaðurinn fyrir mannskapinn.“ Bodö er norðarlega í Noregi en í stað þess að taka vissa áhættu með því að stíma beinustu leið til Ísafjarðar, með olíubirgðir um borð, ákvað skipstjórinn að sigla suður með Noregsströnd til Álasunds og þar yfir til Færeyja. En er rétta nafnið komið á kinnung bátsins? „Það er búið að líma það á hann til bráðabirgða.“
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Færeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira