Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2019 12:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna, Bergþór Ólason varaformaður þingflokks Miðflokksins og Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira