Innlent

Sól­ríkt fyrir sunnan en slydda eða snjó­koma norð­austan til

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofunnar út á hádegi í dag.
Svona lítur spákort Veðurstofunnar út á hádegi í dag. veðurstofa íslands
Ákveðnar norðlægar áttir verða ríkjandi í veðrinu næstu daga og það verður dálítið svalt, einkum þó norðan lands, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá má búast við skúrum eða dálitlum syddéljum á Norður- og Austurlandi, og jafnvel snjókomu norðaustan til á morgun, en það er spáð sólríku veðri syðra, léttskýjuðu veðri þótt stöku skúrir geti slæðst með syðst.

Á uppstigningardag, fimmtudag, á að lægja, rofa til og hlýna heldur.

Veðurhorfur á landinu:

Norðan 5-13 m/s og dálítil slydda öðru hvoru NA-lands, annars bjart með köflum, en skúrir SA-til. Hiti 7 til 15 stig í dag, en 1 til 6 stig NA-lands.

Norðan 8-15 á morgun og skúrir eða él á N-verðu landinu, yfirleitt léttskýjað syðra, en stöku skúrir syðst. Heldur kólnandi veður.

Á þriðjudag:

Norðan 8-15 m/s, hvassast A-ast og dálítil slydda eða snjókoma öðru hvoru NA-lands. Víða bjartviðri annars staðar, en líkur á skúrum allra syðst. Hiti frá frostmarki í innsveitum NA-til, upp í 12 stig syðra.

Á miðvikudag:

Norðlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él NA-til, en annars bjart með köflum. Hiti 1 til 11 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):

Yfirleitt hægir vindar og bjartviðri, en norðankaldi skýjað með A-ströndinni. Heldur hlýnandi veður.

Á föstudag og laugardag:

Austlæg átt með dálítilli rigningu syðst á landinu, en skýjað og þurrt annars staðar. Svalt fyrir austan, en annars milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×