Sáttaumleitanir að fara út um þúfur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 07:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar féllust í faðma þegar sýknudómur var kveðinn upp í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafði sáttanefndin úr 600 milljónum að spila og samkvæmt heimildum blaðsins hafði ríkið bætt eitthvað í þannig að hæstu tilboð um bætur fóru yfir 200 milljónir. Heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Eins og greint hefur verið frá hljóðaði bótakrafa Guðjóns upp á rúman milljarð í miskabætur og um það bil 400 milljónir að auki í bætur fyrir missi atvinnutekna. Höfuðáhersla hefur verið lögð á það í sáttaferlinu að ná sáttum við allan hópinn og ljúka málinu utan dómstóla. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulega hafi súrnað í viðræðum eftir að Guðjón gekk frá borði og mun sáttanefndin eiga það eina verk eftir í starfi sínu að semja skilabréf sitt til forsætisráðherra. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málinu, á eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns og þar sem ekki var gengið að henni við borð sáttanefndar er ólíklegt annað en að henni verði hafnað. Að óbreyttu munu því dómstólar ákveða bætur í málinu og má búast við að um þær verði rekin nokkur dómsmál. Óvíst er hvernig farið verður með mál aðstandenda Sævars Marinós Cisielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir, en bótaréttur þeirra er ekki sá sami og þeirra Guðjóns, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Alberts Khlan Skaftasonar sem enn eru á lífi og eiga hlutlægan bótarétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafði sáttanefndin úr 600 milljónum að spila og samkvæmt heimildum blaðsins hafði ríkið bætt eitthvað í þannig að hæstu tilboð um bætur fóru yfir 200 milljónir. Heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Eins og greint hefur verið frá hljóðaði bótakrafa Guðjóns upp á rúman milljarð í miskabætur og um það bil 400 milljónir að auki í bætur fyrir missi atvinnutekna. Höfuðáhersla hefur verið lögð á það í sáttaferlinu að ná sáttum við allan hópinn og ljúka málinu utan dómstóla. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulega hafi súrnað í viðræðum eftir að Guðjón gekk frá borði og mun sáttanefndin eiga það eina verk eftir í starfi sínu að semja skilabréf sitt til forsætisráðherra. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málinu, á eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns og þar sem ekki var gengið að henni við borð sáttanefndar er ólíklegt annað en að henni verði hafnað. Að óbreyttu munu því dómstólar ákveða bætur í málinu og má búast við að um þær verði rekin nokkur dómsmál. Óvíst er hvernig farið verður með mál aðstandenda Sævars Marinós Cisielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir, en bótaréttur þeirra er ekki sá sami og þeirra Guðjóns, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Alberts Khlan Skaftasonar sem enn eru á lífi og eiga hlutlægan bótarétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira