Loks tilfinningar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun