„Eurovision fór fram í Tel Aviv á meðan fólk þjáðist aðeins örfáum kílómetrum í burtu“ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 18:31 Bashar Murad er staddur hér á landi með hljómsveitinni Hatara. Skjáskot Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“ Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“