Jón Trausti fær 1,8 milljónir króna frá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 14:36 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna. Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna.
Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent