Hátt í 400 milljónir án útboðs hjá borginni Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Efla fékk 1,2 milljónir króna fyrir vinnu við Ráðhúsið. Fréttablaðið/Stefán Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira