Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2019 16:15 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira