Miðflokksmenn á Alþingi héldu málþófi sínu áfram í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann. Umræður um hann hófust um klukkan fjögur síðdegis og stóðu til klukkan sex í morgun.
Sem fyrr voru þingmenn Miðflokksins einir um hituna og ræddu málið við hvorn annan fram á morgun. Þetta var fjórði næturfundurinn á síðustu dögum þar sem Miðflokksfólk hefur rætt sín á milli um orkupakkann.
Umræða næturinnar stóð yfir í rúma fjórtán tíma sem fyrr segir. Það er ívið skemur en orkupakkaumræða þriðjudagsins, sem varði í 19 klukkustundir.
Klukkan sex sleit Guðjón Bránsson, einn af forsetum þingsins, fundi og frestaði umræðunni. Næsti þingfundur verður klukkan 15:30 síðdegis og þar er þriðji orkupakkinn fyrsta mál á dagskrá.
Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir en þingsins bíða á fimmta hundrað verkefni.
Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní.
Sem fyrr voru þingmenn Miðflokksins einir um hituna og ræddu málið við hvorn annan fram á morgun. Þetta var fjórði næturfundurinn á síðustu dögum þar sem Miðflokksfólk hefur rætt sín á milli um orkupakkann.
Umræða næturinnar stóð yfir í rúma fjórtán tíma sem fyrr segir. Það er ívið skemur en orkupakkaumræða þriðjudagsins, sem varði í 19 klukkustundir.
Klukkan sex sleit Guðjón Bránsson, einn af forsetum þingsins, fundi og frestaði umræðunni. Næsti þingfundur verður klukkan 15:30 síðdegis og þar er þriðji orkupakkinn fyrsta mál á dagskrá.
Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir en þingsins bíða á fimmta hundrað verkefni.
Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní.