Þjálfari ÍR-stúlknanna stígur til hliðar | Virðing verður að vera í fyrirrúmi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 10:53 vísir/getty Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. Leikmaður liðsins las upp yfirlýsingu er þær höfðu fengið gullmedalíur sínar. Stúlkurnar tóku í kjölfarið af sér verðlaunin og hentu þeim á gólfið. Þær tóku aldrei við sjálfum bikarnum. Í gærkvöldi kom svo bréf frá stúlkunum á Hringbraut þar sem þær segjast hafa átt hugmyndina að því að þiggja ekki verðlaunin. Þær gagnrýndu einnig foreldra sína og sögðust elska þjálfarann sinn, Brynjar Karl Sigurðsson. Þær hafa sótt það lengi að spila við stráka og sögðu að markmið sitt væri að breyta heiminum. Fundað var fram á nótt í Breiðholti vegna þessa máls. Þar komu að máli forráðamenn körfuknattleiksdeildar, foreldrar stúlknanna og Brynjar Karl þjálfari. Samkvæmt heimildum Vísis lauk fundahöldum ekki fyrr en klukkan eitt í nótt. Niðurstaða fundarins er sú að Brynjar Karl stígur til hliðar sem þjálfari stúlknanna. ÍR segir að þjálfarateymið verði að axla ábyrgð í þessu máli og því óhjákvæmilegt annað en að Brynjar hætti með liðið.Yfirlýsing ÍR-inga:Fulltrúar úr stjórn og barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar ÍR hafa fundað með þjálfarateymi og foreldrum í minnibolta 11 ára stúlkna vegna atviks er varð við verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins á Akureyri síðastliðna helgi.Félagið er óendanlega stolt af árangri sinna leikmanna sem urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára stúlkna og unnu silfurverðlaun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á áralangri þrotlausri vinnu og metnaði leikmanna og þjálfarateymis flokksins.Hins vegar var það að taka ekki við gullverðlaunum, sem flokkurinn hafði unnið fyrir, ekki í samræmi við gildi Körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem virðing og háttvísi verður alltaf að vera í fyrirrúmi hvað sem öðru líður.Það er á ábyrgð þjálfara að leiðbeina iðkendum og sjá til þess að framkoma þeirra í viðburðum á vegum félagsins eða Körfuknattleikssambands Íslands sé í samræmi við það sem félagið, foreldrar og Körfuknattleikssambandið mega ætlast til. Ofangreint atvik og kringumstæður allar eru þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að mati félagsins að þjálfarateymið axli ábyrgð.Það er því sameiginleg niðurstaða allra hlutaðaeigandi þ.á.m. þjálfara flokksins að best sé að hann stígi til hliðar og að nýr þjálfari verði fundinn fyrir flokkinn.Körfuknattleiksdeild ÍR harmar þetta atvik og biður alla hlutaðeigandi þ.m.t. leikmenn, foreldra og fyrirsvarsmenn annarra liða afsökunar á því.Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar ÍRGuðmundur Óli Björgvinsson,formaður stjórnar KKD ÍR. Börn og uppeldi Íslenski körfuboltinn Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. Leikmaður liðsins las upp yfirlýsingu er þær höfðu fengið gullmedalíur sínar. Stúlkurnar tóku í kjölfarið af sér verðlaunin og hentu þeim á gólfið. Þær tóku aldrei við sjálfum bikarnum. Í gærkvöldi kom svo bréf frá stúlkunum á Hringbraut þar sem þær segjast hafa átt hugmyndina að því að þiggja ekki verðlaunin. Þær gagnrýndu einnig foreldra sína og sögðust elska þjálfarann sinn, Brynjar Karl Sigurðsson. Þær hafa sótt það lengi að spila við stráka og sögðu að markmið sitt væri að breyta heiminum. Fundað var fram á nótt í Breiðholti vegna þessa máls. Þar komu að máli forráðamenn körfuknattleiksdeildar, foreldrar stúlknanna og Brynjar Karl þjálfari. Samkvæmt heimildum Vísis lauk fundahöldum ekki fyrr en klukkan eitt í nótt. Niðurstaða fundarins er sú að Brynjar Karl stígur til hliðar sem þjálfari stúlknanna. ÍR segir að þjálfarateymið verði að axla ábyrgð í þessu máli og því óhjákvæmilegt annað en að Brynjar hætti með liðið.Yfirlýsing ÍR-inga:Fulltrúar úr stjórn og barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar ÍR hafa fundað með þjálfarateymi og foreldrum í minnibolta 11 ára stúlkna vegna atviks er varð við verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins á Akureyri síðastliðna helgi.Félagið er óendanlega stolt af árangri sinna leikmanna sem urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára stúlkna og unnu silfurverðlaun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á áralangri þrotlausri vinnu og metnaði leikmanna og þjálfarateymis flokksins.Hins vegar var það að taka ekki við gullverðlaunum, sem flokkurinn hafði unnið fyrir, ekki í samræmi við gildi Körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem virðing og háttvísi verður alltaf að vera í fyrirrúmi hvað sem öðru líður.Það er á ábyrgð þjálfara að leiðbeina iðkendum og sjá til þess að framkoma þeirra í viðburðum á vegum félagsins eða Körfuknattleikssambands Íslands sé í samræmi við það sem félagið, foreldrar og Körfuknattleikssambandið mega ætlast til. Ofangreint atvik og kringumstæður allar eru þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að mati félagsins að þjálfarateymið axli ábyrgð.Það er því sameiginleg niðurstaða allra hlutaðaeigandi þ.á.m. þjálfara flokksins að best sé að hann stígi til hliðar og að nýr þjálfari verði fundinn fyrir flokkinn.Körfuknattleiksdeild ÍR harmar þetta atvik og biður alla hlutaðeigandi þ.m.t. leikmenn, foreldra og fyrirsvarsmenn annarra liða afsökunar á því.Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar ÍRGuðmundur Óli Björgvinsson,formaður stjórnar KKD ÍR.
Börn og uppeldi Íslenski körfuboltinn Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40
Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53