Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 22. maí 2019 06:00 Hatari á appelsínugula dreglinum í Tel Avív í Ísrael. nordicphotos/getty „Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00