Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2019 22:00 Flugvélin "That's All, Brother" var forystuvél innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Ferð sex annarra stríðsþrista yfir Atlantshafið hefur hins vegar gengið skrykkjótt í dag vegna ísingar milli Labrador og Grænlands en engu að síður er vonast til að þeir komist til Íslands innan sólarhrings. Fjallað var um þessa sögufrægu flugvél í fréttum Stöðvar 2. Hún ber gæluheitið „That's All, Brother" en vélin neyddist til að lenda í Keflavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún náði ekki inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23. Henni var svo flogið yfir til Reykjavíkur í dag þar sem hún lenti í hádeginu.Flugstjórinn Tom Travis á spjalli við Stöðvar 2-menn í flugstjórnarklefanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fimm manna áhöfn er um borð og flugstjórinn Tom Travis segir það bæði heiður og forréttindi að fá að fljúga svo sögufrægri vél. „Þessi flugvél var forystuvél á D-daginn. Hún fór fyrir 800 flugvélum inn yfir Frakkland 6. júní 1944,“ segir Tom Travis. „Þetta er þjóðargersemi. Hún er sennilega sögulega markverðasta flugvél sem enn flýgur. Elona Gay og Boxcar-vélarnar eru á söfnum, Spirit of St. Louis er á safni og henni er ekki flogið lengur. Þessari er enn flogið. Svo þetta er sennilega markverðasta flugvél sem enn er flogið,“ segir flugstjórinn.Flugstjórinn segir vélina þjóðargersemi. Áhöfninni var synjað um undanþágu til lendingar í Reykjavík eftir næturlokun flugvallarins í gærkvöldi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vegna tafa við eldsneytistöku á Grænlandi seinkaði komutíma hennar fram inn í næturlokun Reykjavíkurflugvallar. Það hefir vakið gremju meðal flugáhugamanna að vélinni skyldi samt synjað um undanþágu sem sótt var um til lendingar í Reykjavík í gærkvöldi. Samgöngustofa segist hvorki veita né synja óskum um slíkar undanþágur, heldur séu það rekstraraðilar flugvalla, í þessu tilviki Isavia, og vísar þangað um svör. Frá Isavia fengust þær skýringar að áhöfninni hefði verið tilkynnt að sækja þyrfti um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að sveigja hávaðareglur borgarinnar og hafi áhöfninni verið tjáð að slík undanþága fengist ekki í tæka tíð. „Við gátum ekki lent hérna því yfirvöld lokuðu flugvellinum. Svo við urðum að fara annað.“ -Voru það vonbrigði? „Já, svo sannarlega. En svona er lífið. Stundum er þetta svona,“ segir Tom Travis. Eldsneyti dælt á vélina í Reykjavík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Ferð sex annarra stríðsþrista yfir Atlantshafið hefur hins vegar gengið skrykkjótt í dag vegna ísingar milli Labrador og Grænlands en engu að síður er vonast til að þeir komist til Íslands innan sólarhrings. Fjallað var um þessa sögufrægu flugvél í fréttum Stöðvar 2. Hún ber gæluheitið „That's All, Brother" en vélin neyddist til að lenda í Keflavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún náði ekki inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23. Henni var svo flogið yfir til Reykjavíkur í dag þar sem hún lenti í hádeginu.Flugstjórinn Tom Travis á spjalli við Stöðvar 2-menn í flugstjórnarklefanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fimm manna áhöfn er um borð og flugstjórinn Tom Travis segir það bæði heiður og forréttindi að fá að fljúga svo sögufrægri vél. „Þessi flugvél var forystuvél á D-daginn. Hún fór fyrir 800 flugvélum inn yfir Frakkland 6. júní 1944,“ segir Tom Travis. „Þetta er þjóðargersemi. Hún er sennilega sögulega markverðasta flugvél sem enn flýgur. Elona Gay og Boxcar-vélarnar eru á söfnum, Spirit of St. Louis er á safni og henni er ekki flogið lengur. Þessari er enn flogið. Svo þetta er sennilega markverðasta flugvél sem enn er flogið,“ segir flugstjórinn.Flugstjórinn segir vélina þjóðargersemi. Áhöfninni var synjað um undanþágu til lendingar í Reykjavík eftir næturlokun flugvallarins í gærkvöldi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vegna tafa við eldsneytistöku á Grænlandi seinkaði komutíma hennar fram inn í næturlokun Reykjavíkurflugvallar. Það hefir vakið gremju meðal flugáhugamanna að vélinni skyldi samt synjað um undanþágu sem sótt var um til lendingar í Reykjavík í gærkvöldi. Samgöngustofa segist hvorki veita né synja óskum um slíkar undanþágur, heldur séu það rekstraraðilar flugvalla, í þessu tilviki Isavia, og vísar þangað um svör. Frá Isavia fengust þær skýringar að áhöfninni hefði verið tilkynnt að sækja þyrfti um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að sveigja hávaðareglur borgarinnar og hafi áhöfninni verið tjáð að slík undanþága fengist ekki í tæka tíð. „Við gátum ekki lent hérna því yfirvöld lokuðu flugvellinum. Svo við urðum að fara annað.“ -Voru það vonbrigði? „Já, svo sannarlega. En svona er lífið. Stundum er þetta svona,“ segir Tom Travis. Eldsneyti dælt á vélina í Reykjavík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15