Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. maí 2019 19:00 Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira