Vilja að lögmannafélagið skoði Almenna innheimtu Ari Brynjólfsson skrifar 21. maí 2019 06:00 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. mynd/sigtryggur ari Neytendasamtökin hyggjast senda erindi á Lögmannafélag Íslands þar sem beðið er um að innheimtuaðgerðir Almennrar innheimtu verði skoðaðar. Almenn innheimta er í eigu lögmanns og lýtur því eftirliti lögmannafélagsins en ekki Fjármálaeftirlitsins. Almenn innheimta sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í vor eru fyrirtækin enn með fulla starfsemi í Danmörku þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé bönnuð hér á landi. Hafa Neytendasamtökin hvatt þá sem skulda til að greiða aðeins höfuðstólinn en ekki vexti eða annan lántökukostnað þar sem þau gjöld eru ekki í samræmi við íslensk lög. „Sem dæmi erum við með konu sem tók 180.000 krónur í lán hjá smálánafyrirtæki. Það fór í innheimtu hjá Almennri innheimtu, hún hefur borgað 140 þúsund en skuldar enn tæpar 400 þúsund,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Konan hefur ítrekað beðið um sundurliðun á höfuðstólnum svo við getum séð hver lánsupphæðin var samkvæmt þeirra bókum enda eiga lántakar rétt á þessum upplýsingum.“ Neytendasamtökin, hafa staðið í miklu stappi við Almenna innheimtu. „Fólki virðist ómögulegt að fá yfirlit yfir skuldastöðuna þar sem raunverulegur höfuðstóll kemur fram,“ segir Brynhildur. Vísað sé á smálánafyrirtækin. Þeir sem svari í símann þar vísi á kröfuhafa en viðurkenni á sama tíma að þeir sem skuldi ættu að geta séð sundurliðun kröfunnar. „Þetta er grundvallaratriði því við höfum sagt fólki að greiða höfuðstólinn til baka en ekki vexti sem eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þá lítum við það alvarlegum augum að fólki sé hótað með því að það sé sett á vanskilaskrá á sama tíma og innheimtuaðilinn virðist ekki sjálfur vita hver höfuðstóll kröfunnar er og svarar út og suður.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Neytendasamtökin hyggjast senda erindi á Lögmannafélag Íslands þar sem beðið er um að innheimtuaðgerðir Almennrar innheimtu verði skoðaðar. Almenn innheimta er í eigu lögmanns og lýtur því eftirliti lögmannafélagsins en ekki Fjármálaeftirlitsins. Almenn innheimta sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í vor eru fyrirtækin enn með fulla starfsemi í Danmörku þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé bönnuð hér á landi. Hafa Neytendasamtökin hvatt þá sem skulda til að greiða aðeins höfuðstólinn en ekki vexti eða annan lántökukostnað þar sem þau gjöld eru ekki í samræmi við íslensk lög. „Sem dæmi erum við með konu sem tók 180.000 krónur í lán hjá smálánafyrirtæki. Það fór í innheimtu hjá Almennri innheimtu, hún hefur borgað 140 þúsund en skuldar enn tæpar 400 þúsund,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Konan hefur ítrekað beðið um sundurliðun á höfuðstólnum svo við getum séð hver lánsupphæðin var samkvæmt þeirra bókum enda eiga lántakar rétt á þessum upplýsingum.“ Neytendasamtökin, hafa staðið í miklu stappi við Almenna innheimtu. „Fólki virðist ómögulegt að fá yfirlit yfir skuldastöðuna þar sem raunverulegur höfuðstóll kemur fram,“ segir Brynhildur. Vísað sé á smálánafyrirtækin. Þeir sem svari í símann þar vísi á kröfuhafa en viðurkenni á sama tíma að þeir sem skuldi ættu að geta séð sundurliðun kröfunnar. „Þetta er grundvallaratriði því við höfum sagt fólki að greiða höfuðstólinn til baka en ekki vexti sem eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þá lítum við það alvarlegum augum að fólki sé hótað með því að það sé sett á vanskilaskrá á sama tíma og innheimtuaðilinn virðist ekki sjálfur vita hver höfuðstóll kröfunnar er og svarar út og suður.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00