Göngum út í náttúruna Ásta Eir Árnadóttir skrifar 21. maí 2019 09:30 Göngutúr í náttúrunni getur aðstoðað fólk við að losna við neikvæða orku. Að ganga í grænu umhverfi getur haft góð áhrif á andlega heilsu fólks. Margir kannast við það að eyða vinnudeginum sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn, halda svo heim á leið og eyða kvöldinu í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Í amstri dagsins fór það fram hjá okkur að búa til tíma fyrir heilsuna. Það þarf ekki að vera mikið en smávegis hreyfing á hverjum degi getur borgað sig til lengri tíma litið. Við eigum það til að gleyma útiverunni og mikilvægi hennar í okkar daglega lífi. Göngutúrar eru frábær leið til að auka útiveru en oft eru þeir taldir vera vanmetin hreyfing, en þeir geta haft stórgóð áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks. Rannsóknir sýna að göngutúrar úti í fersku lofti geta minnkað stress og streitu, aukið orku og jákvæðar hugsanir. Flestir vita að göngutúrar geta haft mjög góð áhrif á líkamann, en fáir gera sér þó grein fyrir því að göngutúrar hafa einnig gríðarlega góð áhrif á heilann. Samkvæmt rannsóknum, þá eykur það blóðflæðið í heilanum að taka 20 mínútna göngutúr, og eins og með flest meiriháttar líffæri þá er aukið blóðflæði mjög mikilvægt fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu. Að fara í göngutúr er oft á tíðum ekki eins áköf hreyfing og að fara í ræktina á hlaupabretti en það þýðir ekki að áhrifin séu minni. Göngutúr í kringum hverfið, að ganga til vinnu eða í búðina getur haldið heilanum heilum til lengdar. Það getur oft verið erfitt að taka af skarið og byrja á einhverju nýju, erfitt að búa til pláss fyrir eitthvað nýtt í okkar upptekna degi en heilsan er mikilvæg og oft þarf ekki meira en 10-20 mínútna göngutúr nokkru sinnum í viku til að bæta hana til muna.Símalaus göngutúr Þegar þú ferð út í göngutúr, prófaðu að skilja símann eftir heima. Taktu þér frí frá skjánum og horfðu á náttúruna og umhverfið í staðinn. Upplifðu umhverfið með þínum eigin augum, ekki í gegnum skjáinn. Þegar við erum stanslaust að kíkja á símann okkar þá hindrar það oft nýjar hugsanir og hugmyndir í að komast að. Gönguferð án síma getur opnað hugann fyrir nýjum og spennandi hlutum. Við förum að taka eftir fólki, byggingum og náttúrunni. Það er mikilvægt að gefa sjálfum sér frí frá símanum á hverjum degi, og því tilvalið að gera það á meðan maður er að hreyfa sig.Grænn göngutúr Að ganga í kringum tré, plöntur og vötn getur hjálpað við að losna við neikvæða orku og minnkað stress til muna. Við verðum rólegri í kringum þessa hluti einfaldlega vegna þess að þeir er hluti af þeim heimi sem við lifum í og við tengjumst þeim á vissan hátt. Nýlegar rannsóknir benda til þess að göngutúr í grænu umhverfi núllstilli heilann sem leyfir þér að taka eftir umhverfinu í kringum þig og skapa þar með þá ró sem þarf til að hugleiða. Það er einnig í þessu rólega hugarástandi sem sköpun fólks getur farið af stað og blómstrað. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Margir kannast við það að eyða vinnudeginum sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn, halda svo heim á leið og eyða kvöldinu í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Í amstri dagsins fór það fram hjá okkur að búa til tíma fyrir heilsuna. Það þarf ekki að vera mikið en smávegis hreyfing á hverjum degi getur borgað sig til lengri tíma litið. Við eigum það til að gleyma útiverunni og mikilvægi hennar í okkar daglega lífi. Göngutúrar eru frábær leið til að auka útiveru en oft eru þeir taldir vera vanmetin hreyfing, en þeir geta haft stórgóð áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks. Rannsóknir sýna að göngutúrar úti í fersku lofti geta minnkað stress og streitu, aukið orku og jákvæðar hugsanir. Flestir vita að göngutúrar geta haft mjög góð áhrif á líkamann, en fáir gera sér þó grein fyrir því að göngutúrar hafa einnig gríðarlega góð áhrif á heilann. Samkvæmt rannsóknum, þá eykur það blóðflæðið í heilanum að taka 20 mínútna göngutúr, og eins og með flest meiriháttar líffæri þá er aukið blóðflæði mjög mikilvægt fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu. Að fara í göngutúr er oft á tíðum ekki eins áköf hreyfing og að fara í ræktina á hlaupabretti en það þýðir ekki að áhrifin séu minni. Göngutúr í kringum hverfið, að ganga til vinnu eða í búðina getur haldið heilanum heilum til lengdar. Það getur oft verið erfitt að taka af skarið og byrja á einhverju nýju, erfitt að búa til pláss fyrir eitthvað nýtt í okkar upptekna degi en heilsan er mikilvæg og oft þarf ekki meira en 10-20 mínútna göngutúr nokkru sinnum í viku til að bæta hana til muna.Símalaus göngutúr Þegar þú ferð út í göngutúr, prófaðu að skilja símann eftir heima. Taktu þér frí frá skjánum og horfðu á náttúruna og umhverfið í staðinn. Upplifðu umhverfið með þínum eigin augum, ekki í gegnum skjáinn. Þegar við erum stanslaust að kíkja á símann okkar þá hindrar það oft nýjar hugsanir og hugmyndir í að komast að. Gönguferð án síma getur opnað hugann fyrir nýjum og spennandi hlutum. Við förum að taka eftir fólki, byggingum og náttúrunni. Það er mikilvægt að gefa sjálfum sér frí frá símanum á hverjum degi, og því tilvalið að gera það á meðan maður er að hreyfa sig.Grænn göngutúr Að ganga í kringum tré, plöntur og vötn getur hjálpað við að losna við neikvæða orku og minnkað stress til muna. Við verðum rólegri í kringum þessa hluti einfaldlega vegna þess að þeir er hluti af þeim heimi sem við lifum í og við tengjumst þeim á vissan hátt. Nýlegar rannsóknir benda til þess að göngutúr í grænu umhverfi núllstilli heilann sem leyfir þér að taka eftir umhverfinu í kringum þig og skapa þar með þá ró sem þarf til að hugleiða. Það er einnig í þessu rólega hugarástandi sem sköpun fólks getur farið af stað og blómstrað.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira