Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 00:56 Liðsmenn Hatara í Keflavík í kvöld, frá vinstri: Matthías Tryggvi, Andrean, Sólbjört, Einar Hrafn, Andri Hrafn og Karen Briem. Klemens og Ástrós eru í fremri röð. Gísli Berg Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira