Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 23:15 Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vísir/Vilhelm. Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2. Þrjár flugvélanna lentu í Reykjavík í kvöld eftir flug frá Grænlandi en þeirri fjórðu var beint til Keflavíkur þegar séð varð að hún myndi ekki ná inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23 og Samgöngustofa hafnaði að veita undanþágu. Síðdegis á morgun er svo von á næsta hópi, fimm til sex flugvélum.Þristunum er lagt norðan við Loftleiðahótelið. Þeir eru ýmist af hernaðarútgáfunni C-47 eða borgaralegu útgáfunni DC-3.Stöð 2/KMU.Fyrsta flugvélin lenti raunar í gærkvöldi og hélt síðan áfram för til Bretlandseyja í dag en hún þjónar hlutverki sem undanfari flugsveitarinnar, að því er fram kom í viðtali við Robert S. Randazzo, flugstjóra og eiganda. Robert segir að fimm ára undirbúningsvinna liggi að baki þessum leiðangri, bæði flókin og erfið. „Ég er viss um að þegar þetta er afstaðið muni ég hugsa um þetta sem eina bestu upplifun lífs míns. Við höfum heimsótt staði sem voru frægir á meðal flugáhafna í síðari heimsstyrjöldinni og við fáum að upplifa þessa reynslu. Þetta er ólíkt öllu sem við höfum gert áður,“ sagði Robert meðal annars.Robert S. Randazzo, flugstjóri og eigandi DC-3 vélarinnar Clipper Tabitha May.Vísir/Vilhelm.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, tók undir það að flugáhugamenn héldu varla vatni yfir þessari flugkomu. Þristurinn væri ein af merkustu flugvélum, sem framleiddar hefðu verið, og hefði komið fótunum undir mörg af helstu flugfélögum heims. Hann sagði að menn skyldu einnig hafa það í huga að í dag væru aðeins um 120 þristar flughæfir í heiminum. Að fá núna fjölda þeirra til Reykjavíkurflugvallar væri einstakt.Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Annaðkvöld geta menn átt von á að sjá þar 10-11 þrista saman.Stöð 2/KMU.Tómas sagði núna unnið hörðum höndum að því á Akureyri að lagfæra bilun í öðrum hreyfli íslenska þristsins Páls Sveinssonar í von um hann komist suður til Reykjavíkur til móts við hina þristana. Þá kom fram í viðtalinu að almenningi yrði líklega gefinn kostur á því að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. 20. maí 2019 17:28 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2. Þrjár flugvélanna lentu í Reykjavík í kvöld eftir flug frá Grænlandi en þeirri fjórðu var beint til Keflavíkur þegar séð varð að hún myndi ekki ná inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23 og Samgöngustofa hafnaði að veita undanþágu. Síðdegis á morgun er svo von á næsta hópi, fimm til sex flugvélum.Þristunum er lagt norðan við Loftleiðahótelið. Þeir eru ýmist af hernaðarútgáfunni C-47 eða borgaralegu útgáfunni DC-3.Stöð 2/KMU.Fyrsta flugvélin lenti raunar í gærkvöldi og hélt síðan áfram för til Bretlandseyja í dag en hún þjónar hlutverki sem undanfari flugsveitarinnar, að því er fram kom í viðtali við Robert S. Randazzo, flugstjóra og eiganda. Robert segir að fimm ára undirbúningsvinna liggi að baki þessum leiðangri, bæði flókin og erfið. „Ég er viss um að þegar þetta er afstaðið muni ég hugsa um þetta sem eina bestu upplifun lífs míns. Við höfum heimsótt staði sem voru frægir á meðal flugáhafna í síðari heimsstyrjöldinni og við fáum að upplifa þessa reynslu. Þetta er ólíkt öllu sem við höfum gert áður,“ sagði Robert meðal annars.Robert S. Randazzo, flugstjóri og eigandi DC-3 vélarinnar Clipper Tabitha May.Vísir/Vilhelm.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, tók undir það að flugáhugamenn héldu varla vatni yfir þessari flugkomu. Þristurinn væri ein af merkustu flugvélum, sem framleiddar hefðu verið, og hefði komið fótunum undir mörg af helstu flugfélögum heims. Hann sagði að menn skyldu einnig hafa það í huga að í dag væru aðeins um 120 þristar flughæfir í heiminum. Að fá núna fjölda þeirra til Reykjavíkurflugvallar væri einstakt.Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Annaðkvöld geta menn átt von á að sjá þar 10-11 þrista saman.Stöð 2/KMU.Tómas sagði núna unnið hörðum höndum að því á Akureyri að lagfæra bilun í öðrum hreyfli íslenska þristsins Páls Sveinssonar í von um hann komist suður til Reykjavíkur til móts við hina þristana. Þá kom fram í viðtalinu að almenningi yrði líklega gefinn kostur á því að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. 20. maí 2019 17:28 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. 20. maí 2019 17:28
Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15