Gísli Marteinn efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 19:32 Sleggjan var komin aftur á sinn stað á seinni sviðsæfingunni í gær. Thomas Hanses Sjónvarpsmaðurinn og Eurovision-kynnirinn Gísli Marteinn Baldursson segir að hann verði hissa ef EBU taki harkalega á gjörningi Hatara í Eurovision þegar meðlimir hljómsveitarinnar strengdu á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Gísla Marteins þar sem hann gerir upp keppnina í ár. Hann segir árangur Hatara vera stórglæsilegan. „Við endum í 10. sæti af 41 þjóð, unnum símakosninguna í okkar riðli og urðum í 6. sæti í símakosningunni í úrslitunum. Hinn góði árangur felst þó ekki síst í framgöngu Hatara, bæði á sviðinu og utan þess,“ skrifar Gísli Marteinn og vísar þar í að fjallað hafi verið um Hatara og skilaboð þeirra í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Þannig hafi fánagjörningurinn í raun verið ópólítískari yfirlýsing en atriðið sjálft. „Palestína er fullvalda ríki sem við Íslendingar viðurkennum sem slíkt. Við Rúv-arar vitum auðvitað vel að þau máttu ekki sýna fánaliti þeirra á þessum tímapunkti og hefðum ekki samþykkt það ef við hefðum verið spurð,“ segir Gísli Marteinn. Komið hefur fram að gjörningur Hatara verði ræddur á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar, eftir tvær vikur. Gísli Marteinn telur sem fyrr segir að ólíklegt sé að framkvæmdastjórnin muni bregðast hart við. „En ég væri mjög hissa ef EBU tæki harkalega á þessu í ljósi fjölmargra annara dæma um þjóðfána annarra ríkja í keppninni og sömuleiðis yfirlýsingar Madonnu á sviðinu skömmu áður. (Ef Eivör hefði tekið þátt í keppninni fyrir okkar hönd 2003 (þegar hún var í forkeppninni) og sveiflað færeyska fánanum í græna herberginu, væru einhverjir á Íslandi þá að ræða brot á reglum keppninnar?),“ skrifar Gísli Marteinn. Eurovision Tengdar fréttir EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og Eurovision-kynnirinn Gísli Marteinn Baldursson segir að hann verði hissa ef EBU taki harkalega á gjörningi Hatara í Eurovision þegar meðlimir hljómsveitarinnar strengdu á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Gísla Marteins þar sem hann gerir upp keppnina í ár. Hann segir árangur Hatara vera stórglæsilegan. „Við endum í 10. sæti af 41 þjóð, unnum símakosninguna í okkar riðli og urðum í 6. sæti í símakosningunni í úrslitunum. Hinn góði árangur felst þó ekki síst í framgöngu Hatara, bæði á sviðinu og utan þess,“ skrifar Gísli Marteinn og vísar þar í að fjallað hafi verið um Hatara og skilaboð þeirra í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Þannig hafi fánagjörningurinn í raun verið ópólítískari yfirlýsing en atriðið sjálft. „Palestína er fullvalda ríki sem við Íslendingar viðurkennum sem slíkt. Við Rúv-arar vitum auðvitað vel að þau máttu ekki sýna fánaliti þeirra á þessum tímapunkti og hefðum ekki samþykkt það ef við hefðum verið spurð,“ segir Gísli Marteinn. Komið hefur fram að gjörningur Hatara verði ræddur á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar, eftir tvær vikur. Gísli Marteinn telur sem fyrr segir að ólíklegt sé að framkvæmdastjórnin muni bregðast hart við. „En ég væri mjög hissa ef EBU tæki harkalega á þessu í ljósi fjölmargra annara dæma um þjóðfána annarra ríkja í keppninni og sömuleiðis yfirlýsingar Madonnu á sviðinu skömmu áður. (Ef Eivör hefði tekið þátt í keppninni fyrir okkar hönd 2003 (þegar hún var í forkeppninni) og sveiflað færeyska fánanum í græna herberginu, væru einhverjir á Íslandi þá að ræða brot á reglum keppninnar?),“ skrifar Gísli Marteinn.
Eurovision Tengdar fréttir EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36
Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30