„Ísrael er gegnsýrt af ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 09:04 Egill lýstu sinni upplifun af flugvallareftirlitinu í Ísrael. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, sem er annar tveggja umsjónarmanna stjórnmálaþáttarins Silfursins segist hafa lent í langri yfirheyrslu á flugvelli í Ísrael með þeim afleiðingum að hann hafi misst af fluginu sínu. Egill skrifaði um sína reynslu af eftirlitinu þegar hann deildi frétt RÚV um norska danskarann Monu Berntsen, dansara Madonnu sem bar fána Palestínu í atriði Madonnu í Eurovision og uppskar tæplega tveggja klukkustunda yfirheyrslu á flugvellinum í Tel Aviv á heimleiðinni. „Ég lenti í langri yfirheyrslu þegar ég fór frá Ísrael fyrir margt löngu, hafandi ferðast um herteknu svæðin. Missti af flugvél fyrir vikið. Þetta var algjörlega tilgangslaus yfirheyrsla, það var einungis verið að kunngjöra hver hefði valdið. Ísrael er gegnsýrt af ofbeldi,“ skrifaði Egill. Með hliðsjón af reynslu Berntsens höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart íslenska Eurovision-hópnum eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni og kölluðu eftir því að stjórnvöld í Ísrael myndu binda enda á hernámið. Meðlimir hljómsveitarinnar reyndust þó ekki eiga í neinum vandræðum með að komast í gegnum eftirlitið á Ben-Gurion-flugvellinum í Tel Aviv í morgun og eru þeir haldnir heim á leið. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Komust vandræðalaust í gegnum flugvallareftirlit Með hliðsjón af reynslu Berntsen höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart liðsmönnum Hatara eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni á Eurovision. 20. maí 2019 08:30 Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, sem er annar tveggja umsjónarmanna stjórnmálaþáttarins Silfursins segist hafa lent í langri yfirheyrslu á flugvelli í Ísrael með þeim afleiðingum að hann hafi misst af fluginu sínu. Egill skrifaði um sína reynslu af eftirlitinu þegar hann deildi frétt RÚV um norska danskarann Monu Berntsen, dansara Madonnu sem bar fána Palestínu í atriði Madonnu í Eurovision og uppskar tæplega tveggja klukkustunda yfirheyrslu á flugvellinum í Tel Aviv á heimleiðinni. „Ég lenti í langri yfirheyrslu þegar ég fór frá Ísrael fyrir margt löngu, hafandi ferðast um herteknu svæðin. Missti af flugvél fyrir vikið. Þetta var algjörlega tilgangslaus yfirheyrsla, það var einungis verið að kunngjöra hver hefði valdið. Ísrael er gegnsýrt af ofbeldi,“ skrifaði Egill. Með hliðsjón af reynslu Berntsens höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart íslenska Eurovision-hópnum eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni og kölluðu eftir því að stjórnvöld í Ísrael myndu binda enda á hernámið. Meðlimir hljómsveitarinnar reyndust þó ekki eiga í neinum vandræðum með að komast í gegnum eftirlitið á Ben-Gurion-flugvellinum í Tel Aviv í morgun og eru þeir haldnir heim á leið.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Komust vandræðalaust í gegnum flugvallareftirlit Með hliðsjón af reynslu Berntsen höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart liðsmönnum Hatara eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni á Eurovision. 20. maí 2019 08:30 Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Komust vandræðalaust í gegnum flugvallareftirlit Með hliðsjón af reynslu Berntsen höfðu margir áhyggjur af því hvernig flugvallareftirlitinu yrði hagað gagnvart liðsmönnum Hatara eftir að þeir sýndu fána Palestínu í stigagjöfinni á Eurovision. 20. maí 2019 08:30
Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00
Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16