Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 07:45 John Oliver varði rúmlega einni og hálfri mínútu af þætti sínum í gærkvöld til að ræða Hatara. Skjáskot Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. Háðfuglinn John Oliver, sem stýrir hinum vinsæla Last Week Tonight, gerði sér þannig mat úr framgöngu Hatara í þætti sínum í gærkvöldi. Eftir upptalningu á mörgum af áhugaverðari atriðum keppninnar, til að mynda lýsti Oliver ástralska keppandanum sem „Elsu úr Frozen á priki,“ sagði þáttastjórnandinn að ekkert atriði hefði þó verið jafn sláandi og hið íslenska - „sem tók allt aðra stefnu.“ Því næst spilaði hann brot úr laginu, við mikla kátínu áhorfenda. „Indælt! Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel,“ sagði Oliver og vísaði þar til bandarísks töframanns.Þá greindi Oliver frá því að Hatari hefði farið á svig við reglur keppninnar, sem banna pólitískan áróður, og setti það í samhengi við fyrirætlanir Hatara um að knésetja kapítalismann. „Ef þú spyrð þig hvers vegna þau telja sig hæf til að ræða alþjóðastjórnmál, þá er það raunar í ættinni,“ sagði Oliver og vísaði þar til þess að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Eftir að hafa spilað brot úr „viðtali“ Good Morning Britain við Einar, sem tekið var á ströndinni í Tel Aviv á dögunum, sagði Oliver og lauk þannig innslagi sínu um Hatara: „Vá, þið gætuð verið að hugsa með ykkur að þetta sé vandræðalegasta barn stjórnmálamanns sem þið hafið nokkurn tímann séð. Leyfið mér þá að minna ykkur á tilvist Meghan McCain.“ Athygli vekur að John Oliver minntist ekki einu orði á palestínska fánann sem Hatari dró fram á úrslitakvöldinu, sem ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla um helgina. Hér að ofan má sjá brotið með Hatara úr þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Eurovision Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. Háðfuglinn John Oliver, sem stýrir hinum vinsæla Last Week Tonight, gerði sér þannig mat úr framgöngu Hatara í þætti sínum í gærkvöldi. Eftir upptalningu á mörgum af áhugaverðari atriðum keppninnar, til að mynda lýsti Oliver ástralska keppandanum sem „Elsu úr Frozen á priki,“ sagði þáttastjórnandinn að ekkert atriði hefði þó verið jafn sláandi og hið íslenska - „sem tók allt aðra stefnu.“ Því næst spilaði hann brot úr laginu, við mikla kátínu áhorfenda. „Indælt! Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel,“ sagði Oliver og vísaði þar til bandarísks töframanns.Þá greindi Oliver frá því að Hatari hefði farið á svig við reglur keppninnar, sem banna pólitískan áróður, og setti það í samhengi við fyrirætlanir Hatara um að knésetja kapítalismann. „Ef þú spyrð þig hvers vegna þau telja sig hæf til að ræða alþjóðastjórnmál, þá er það raunar í ættinni,“ sagði Oliver og vísaði þar til þess að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Eftir að hafa spilað brot úr „viðtali“ Good Morning Britain við Einar, sem tekið var á ströndinni í Tel Aviv á dögunum, sagði Oliver og lauk þannig innslagi sínu um Hatara: „Vá, þið gætuð verið að hugsa með ykkur að þetta sé vandræðalegasta barn stjórnmálamanns sem þið hafið nokkurn tímann séð. Leyfið mér þá að minna ykkur á tilvist Meghan McCain.“ Athygli vekur að John Oliver minntist ekki einu orði á palestínska fánann sem Hatari dró fram á úrslitakvöldinu, sem ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla um helgina. Hér að ofan má sjá brotið með Hatara úr þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Eurovision Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37
Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00