„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 20:15 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar nýföllnum dómi Landsréttar í máli móður hennar gegn TR og segir að Alþingi þurfi að vanda til verka þegar kemur að lagasetningu. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59