„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 20:15 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar nýföllnum dómi Landsréttar í máli móður hennar gegn TR og segir að Alþingi þurfi að vanda til verka þegar kemur að lagasetningu. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59