Góð ráð til að hætta að borða sykur Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 31. maí 2019 15:30 Sykur er afskaplega ávanabindandi, bragðgóður og óhollur. Margir vilja forðast hann, en það getur reynst þrautin þyngri. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY Við vitum öll hvað sykur er óhollur en um leið oft ómótstæðilegur. Það getur því verið mjög erfitt að hætta að borða hann heilsunnar vegna, en hér eru góð ráð frá næringarfræðingum til að hætta sykuráti. Það eru margir sem myndu vilja borða minni sykur eða jafnvel engan, en það er hægara sagt en gert. Mörg okkar hafa óhollar neysluvenjur og það getur verið erfitt að brjóta vanann, ekki síst af því að hvar sem maður fer er sætindum ýtt að manni. Þau tíðkast á mannamótum, þau eru mest áberandi í búðum, þau eru oft það eina sem finnst í sjálfsölum og þau eru auglýst stanslaust. Það veitir því ekki af allri þeirri hjálp sem býðst. Hér eru nokkur góð ráð frá næringarfræðingum sem voru teknar saman á vef tímaritsins Women‘s Health.Hugsið fram í tímann Þegar við verðum svöng verðum við líklegri til að grípa það sem gefst, þannig að það borgar sig að hreinsa alla sykraða freistingu úr skápunum heima og einblína á að undirbúa góðar máltíðir. Þá eru alltaf hollir réttir tiltækir þegar á þarf að halda.Forðist blóðsykurfall Til að koma í veg fyrir blóðsykurfall er mjög gott að borða matvöru sem inniheldur heilhveiti, því orkan í slíkum mat losnar hægt.Prófið annars konar bragð Hnefafylli af hnetum eða fræ með smá chili-dufti geta örvað bragðlaukana á nýjan og öðruvísi hátt en sætindi og það getur slegið á sykurþörfina.Skoðið innihaldslýsingar Auk þess að horfa eftir sykri skulið þið leita að hunangi, sírópi, glúkósa, frúktósa, ávaxtaþykkni, maltsírópi og dextrósa. Til að forðast að borða óvart viðbættan sykur er líka gott að elda sem mest frá grunni úr ferskvöru.Dreifðu huganum Reyndu að átta þig á því hvenær yfir daginn löngunin í sykur vaknar helst og finndu þér eitthvað að gera á þeim tíma sem heldur þér frá sykrinum. Með því að breyta venjum þannig að tími sem fór áður í sykurneyslu fer í staðinn í eitthvað allt annað er hægt að dreifa huganum frá lönguninni.Borðaðu reglulega Það er best að stefna að því að borða á þriggja tíma fresti og maður er miklu líklegri til að velja réttu fæðuna áður en maður verður svangur, því hungrið minnkar viljastyrkinn og getur skapað langanir í óhollustu.Hreyfðu þig Hreyfing getur unnið gegn líkamlegum einkennum sykurfíknar því hún virkjar verðlaunastöðvar heilans. Fyrir vikið eru minni líkur á að maður leiti til sykurs til að fá ánægju. Ekki hætta öllu í einu Það getur verið mjög erfitt að hætta allri sykurneyslu í einu og þá verða langanirnar mjög sterkar. Það er betra að gefa líkamanum og huganum tíma til að venjast og aðlagast breyttum aðstæðum, setja sér lítil markmið og minnka sykurneysluna smám saman. Þá eru mun meiri líkur á að bindindið endist.Sofðu nóg Rannsóknir hafa komist að þeirri niðurstöðu að svefnleysi skerði hæfni til ákvarðanatöku og veki upp aukna sykurlöngun. Reyndu að ná átta tíma svefni á hverri nóttu.Njóttu matarins Taktu þér tíma til að njóta matar þíns meðvitað með öllum skilningarvitunum. Það eykur ánægjuna af matnum, dreifir huganum frá sætindum og æfir hugann í að leita í annað en sykur til að fá ánægju. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira
Við vitum öll hvað sykur er óhollur en um leið oft ómótstæðilegur. Það getur því verið mjög erfitt að hætta að borða hann heilsunnar vegna, en hér eru góð ráð frá næringarfræðingum til að hætta sykuráti. Það eru margir sem myndu vilja borða minni sykur eða jafnvel engan, en það er hægara sagt en gert. Mörg okkar hafa óhollar neysluvenjur og það getur verið erfitt að brjóta vanann, ekki síst af því að hvar sem maður fer er sætindum ýtt að manni. Þau tíðkast á mannamótum, þau eru mest áberandi í búðum, þau eru oft það eina sem finnst í sjálfsölum og þau eru auglýst stanslaust. Það veitir því ekki af allri þeirri hjálp sem býðst. Hér eru nokkur góð ráð frá næringarfræðingum sem voru teknar saman á vef tímaritsins Women‘s Health.Hugsið fram í tímann Þegar við verðum svöng verðum við líklegri til að grípa það sem gefst, þannig að það borgar sig að hreinsa alla sykraða freistingu úr skápunum heima og einblína á að undirbúa góðar máltíðir. Þá eru alltaf hollir réttir tiltækir þegar á þarf að halda.Forðist blóðsykurfall Til að koma í veg fyrir blóðsykurfall er mjög gott að borða matvöru sem inniheldur heilhveiti, því orkan í slíkum mat losnar hægt.Prófið annars konar bragð Hnefafylli af hnetum eða fræ með smá chili-dufti geta örvað bragðlaukana á nýjan og öðruvísi hátt en sætindi og það getur slegið á sykurþörfina.Skoðið innihaldslýsingar Auk þess að horfa eftir sykri skulið þið leita að hunangi, sírópi, glúkósa, frúktósa, ávaxtaþykkni, maltsírópi og dextrósa. Til að forðast að borða óvart viðbættan sykur er líka gott að elda sem mest frá grunni úr ferskvöru.Dreifðu huganum Reyndu að átta þig á því hvenær yfir daginn löngunin í sykur vaknar helst og finndu þér eitthvað að gera á þeim tíma sem heldur þér frá sykrinum. Með því að breyta venjum þannig að tími sem fór áður í sykurneyslu fer í staðinn í eitthvað allt annað er hægt að dreifa huganum frá lönguninni.Borðaðu reglulega Það er best að stefna að því að borða á þriggja tíma fresti og maður er miklu líklegri til að velja réttu fæðuna áður en maður verður svangur, því hungrið minnkar viljastyrkinn og getur skapað langanir í óhollustu.Hreyfðu þig Hreyfing getur unnið gegn líkamlegum einkennum sykurfíknar því hún virkjar verðlaunastöðvar heilans. Fyrir vikið eru minni líkur á að maður leiti til sykurs til að fá ánægju. Ekki hætta öllu í einu Það getur verið mjög erfitt að hætta allri sykurneyslu í einu og þá verða langanirnar mjög sterkar. Það er betra að gefa líkamanum og huganum tíma til að venjast og aðlagast breyttum aðstæðum, setja sér lítil markmið og minnka sykurneysluna smám saman. Þá eru mun meiri líkur á að bindindið endist.Sofðu nóg Rannsóknir hafa komist að þeirri niðurstöðu að svefnleysi skerði hæfni til ákvarðanatöku og veki upp aukna sykurlöngun. Reyndu að ná átta tíma svefni á hverri nóttu.Njóttu matarins Taktu þér tíma til að njóta matar þíns meðvitað með öllum skilningarvitunum. Það eykur ánægjuna af matnum, dreifir huganum frá sætindum og æfir hugann í að leita í annað en sykur til að fá ánægju.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira