Sigri hrósandi Miðflokksmenn fagna Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2019 12:29 Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í ströngu að undanförnu og uppskera nú lof stuðningsmanna og fögnuð. Vísir/Vilhelm „Aldrei hefur verið eins einbeittur hópur á þingi,“ segir í yfirlýsingu sem sjá má á Facebook-síðu Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, deilir færslunni sem jafnvel má líkja við heróp. Fögnuður Miðflokksmanna leynir sér ekki eftir að Orkupakkamálinu var slegið á frest. Sá sem heldur um penna fyrir hönd Miðflokksins á Facebook var sigri hrósandi eftir að þingfundi var frestað í morgun. En, þá hafði fundurinn staðið í rúman sólarhring.- Aldrei áður hefur þingfundur staðið jafn lengi.-Aldrei áður hefur verið fundað eins lengi fram á morgun.-Aldrei áður hefur farið fram eins löng samanlögð umræða.-Aldrei áður hefur slíkum aðferðum verið beitt til að reyna að stöðva umræðu. Og þá er bætt við: „En það hefur heldur aldrei verið svona einbeittur hópur á þingi. Það er bjart yfir þeim.“ Fögnuður hefur brotist út á síðu Sigmundar þar sem Miðflokksmönnum er hrósað í hástert fyrir þrautseigjuna: „Snillingar“, „Frábærlega gert!“, „Þið eruð meiriháttar. Takk,“ og svo framvegis: „Takk fyrir að setja Ísland fyrst“ og Sigurbjörg Elimarsdóttir talar fyrir hönd margs stuðningsmanns Miðflokksins þegar hún segir: „Þið eigið sannarlega heiður skilið fyrir að reyna að koma í veg fyrir þjóðarlandráð, ótrúlegt úthald sem þið hafið.“ Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Aldrei hefur verið eins einbeittur hópur á þingi,“ segir í yfirlýsingu sem sjá má á Facebook-síðu Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, deilir færslunni sem jafnvel má líkja við heróp. Fögnuður Miðflokksmanna leynir sér ekki eftir að Orkupakkamálinu var slegið á frest. Sá sem heldur um penna fyrir hönd Miðflokksins á Facebook var sigri hrósandi eftir að þingfundi var frestað í morgun. En, þá hafði fundurinn staðið í rúman sólarhring.- Aldrei áður hefur þingfundur staðið jafn lengi.-Aldrei áður hefur verið fundað eins lengi fram á morgun.-Aldrei áður hefur farið fram eins löng samanlögð umræða.-Aldrei áður hefur slíkum aðferðum verið beitt til að reyna að stöðva umræðu. Og þá er bætt við: „En það hefur heldur aldrei verið svona einbeittur hópur á þingi. Það er bjart yfir þeim.“ Fögnuður hefur brotist út á síðu Sigmundar þar sem Miðflokksmönnum er hrósað í hástert fyrir þrautseigjuna: „Snillingar“, „Frábærlega gert!“, „Þið eruð meiriháttar. Takk,“ og svo framvegis: „Takk fyrir að setja Ísland fyrst“ og Sigurbjörg Elimarsdóttir talar fyrir hönd margs stuðningsmanns Miðflokksins þegar hún segir: „Þið eigið sannarlega heiður skilið fyrir að reyna að koma í veg fyrir þjóðarlandráð, ótrúlegt úthald sem þið hafið.“
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13