Kyrrðarjóga gegn kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2019 13:30 Svæfingar-og gjörgæsluhjúkrunarfræðingum á Landspítala hefur boðist að taka þátt í kyrrðarjóga í vetur og hefur það mælst afar vel fyrir, Fréttablaðið/Vilhelm Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess. Þrjúhundruð svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar alls staðar að úr heiminum sækja nú ráðstefnu í Hörpu þar sem yfirskriftin er hlúðu að sjálfum þér meðan þú hjúkrar öðrum eða Caring for yourself while caring for others. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi sem í forsvari fyrir ráðstefnuna segir að þetta sé stétt sem sé mjög útsett fyrir streitu í starfi. „Við vinnum erfiðu aðstæðum þar sem við erum með líf fólks í höndunum alla daga og stundum gengur vel og stundum illa. Hjá okkur er oft fólk sem er að upplifa sína verstu aðstæður í lífinu og við erum þarna alla daga að taka þátt í þessu með þeim og aðstandendum þeirra. Og til að geta verið til staðar fyrir fólkið okkar þurfum við að hlúa að okkur og því ákváðum við að hafa þessa yfirskrift á ráðstefnunni,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eitt af því sem hafi komið afar vel út til að fást við streitu í starfinu sé jóga og hugleiðsla. „Við erum hér að ræða svolítið um kulnun en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti t.d. kulnun sem sjúkdómsgreiningu í vikunni. Það sem við höfum verið að gera á Landspítalanumer að hjálpa fólki að komast hjá því að lenda í kulnun. við höfum t.d. boðið starfsfólki að taka þátt í svokölluðu kyrrðarjóg og hugleiðslu. Það hefur komið afar vel út og hjálpað okkur mjög mikið en við fáum það einu sinni í viku og stundum það þá í 30 mínútur,“ segir hún. Sigríður leggur áherslu á að kyrrðarjóga hafi reynst svo áhrifarík leið gegn streitu að þetta verði sérstaklega kynnt á ráðstefnunni. „Við erum að vonast til að kveikja svolítið í öllum útlendingunum sem eru hérna með okkur með því að bjóða þeim uppá að taka þátt í kyrrðarjóga og finna sjálft hversu áhrifaríkt það er, segir Sigríður að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess. Þrjúhundruð svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar alls staðar að úr heiminum sækja nú ráðstefnu í Hörpu þar sem yfirskriftin er hlúðu að sjálfum þér meðan þú hjúkrar öðrum eða Caring for yourself while caring for others. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi sem í forsvari fyrir ráðstefnuna segir að þetta sé stétt sem sé mjög útsett fyrir streitu í starfi. „Við vinnum erfiðu aðstæðum þar sem við erum með líf fólks í höndunum alla daga og stundum gengur vel og stundum illa. Hjá okkur er oft fólk sem er að upplifa sína verstu aðstæður í lífinu og við erum þarna alla daga að taka þátt í þessu með þeim og aðstandendum þeirra. Og til að geta verið til staðar fyrir fólkið okkar þurfum við að hlúa að okkur og því ákváðum við að hafa þessa yfirskrift á ráðstefnunni,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eitt af því sem hafi komið afar vel út til að fást við streitu í starfinu sé jóga og hugleiðsla. „Við erum hér að ræða svolítið um kulnun en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti t.d. kulnun sem sjúkdómsgreiningu í vikunni. Það sem við höfum verið að gera á Landspítalanumer að hjálpa fólki að komast hjá því að lenda í kulnun. við höfum t.d. boðið starfsfólki að taka þátt í svokölluðu kyrrðarjóg og hugleiðslu. Það hefur komið afar vel út og hjálpað okkur mjög mikið en við fáum það einu sinni í viku og stundum það þá í 30 mínútur,“ segir hún. Sigríður leggur áherslu á að kyrrðarjóga hafi reynst svo áhrifarík leið gegn streitu að þetta verði sérstaklega kynnt á ráðstefnunni. „Við erum að vonast til að kveikja svolítið í öllum útlendingunum sem eru hérna með okkur með því að bjóða þeim uppá að taka þátt í kyrrðarjóga og finna sjálft hversu áhrifaríkt það er, segir Sigríður að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira