Vantar að fylla eitt skarð í framlínunni Hjörvar Ólafsson skrifar 31. maí 2019 11:00 Erik Hamrén og Freyr Alexandersson opinbera í dag hverjir munu mæta Albönum og Tyrkjum Getty/ Jean Catuffe Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynna í dag hvernig leikmannahópur íslenska karlalalandsliðsins í knattspyrnu mun líta út í leikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 sem fram fara á Laugardalsvellinum um miðjan júnímánuð. Næstu leikir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM 2020 eru gríðarlega mikilvægir fyrir framhaldið en fyrir þennan legg leikja eru Ísland og Albanía með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í þriðja til fjórða sæti riðilsins og Tyrkland í öðru sæti með fullt hús stiga eða sex stig. Líklegast þykir að baráttan um annað sætið í riðlinum og beint sæti í lokakeppni mótsins verði á endanum á milli Íslands og Tyrklands og Albanía geti einnig blandað sér í þá baráttu. Af þeim sökum eru fjögur stig lífsnauðsynleg fyrir framhaldið og sex stig myndu koma liðinu í vænlega stöðu.Alfreð Finnbogason missir af leikjunum.vísir/gettyNánast sterkasta sveitin sem mætir til leiks Hamrén og Freyr hafa aldrei getað stillt upp liði sem samanstendur af sterkustu leikmönnum liðsins eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu síðasta haust en ef að líkum lætur komast þeir ansi nærri því þegar íslenska liðið etur kappi við Albana og Tyrki. Leikmenn sem misstu af leikjum liðsins í Þjóðadeildinni og fyrstu leikjum undankeppninnar fyrir EM 2020 eru margir hverjir að skríða saman og aðrir komnir í töluvert betra leikform en þeir voru í fyrir og eftir síðustu áramót. Af þeim leikmönnum sem mynduðu hópinn í síðasta leik íslenska liðsins í undankeppninni sem var tapleikur á móti Frakklandi er Alfreð Finnbogason sá eini sem vitað er að verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Viðar Örn Kjartansson eða Albert Guðmundsson koma sterkast til greina sem fremstu menn liðsins í leikjunum tveimur sem fram undan eru.Nokkrir koma til greina í framherjasveitina Baráttan um að fylla skarð Alfreðs í hópnum er síðan að öllum líkindum á milli Björns Bergmanns Sigurðarsonar og Andra Rúnars Bjarnasonar. Spurning er hversu langt Jón Daði Böðvarsson er kominn í ferli sínu við að hrista af sér meiðslin sem haldið hafa honum utan vallar síðustu mánuði. Þá gera Árni Vilhjálmsson, Elías Már Ómarsson og Kjartan Henry Finnbogason einnig tilkall til þess að vera í hópnum með frammistöðu sinni undanfarið. Emil Hallfreðsson hefur svo náð sér af þeim meiðslum sem urðu til þess að hann gat ekki leikið í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og gera má ráð fyrir að hann komi inn í hópinn þá á kostnað annað hvort Rúnars Más Sigurjónssonar eða Guðlaugs Victors Pálssonar.Arnór Sigurðsson skoraði fimm mörk í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu.vísir/gettyMargir leikmenn koma í verkefnið í góðu formi Það hafa þó nokkrir leikmenn sem búist er við að verði í leikmannahópnum sem kynntur verður í dag verið að gera það gott undandarið. Rúnar Alex Rúnarsson átti góða leiki á lokakaflanum með Dijon þegar liðið bjargaði sér frá falli, Ögmundur Kristinsson var valinn leikmaður ársins hjá gríska liðinu Larissa og Hannes Þór Halldórsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í slæmu gengi Vals í sumar. Hörður Björgvin Magnússon er fastamaður í liði CSKA Moskvu, Ragnar Sigurðsson sömuleiðis lykilleikmaður í vörn Rostov og Kári Árnason og samherjar hans hjá tyrkneska liðinu Gençlerbirliği fóru upp um deild. Aron Einar Gunnarsson átti gott keppnistímabil með Cardiff City þrátt fyrir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni, Gylfi Þór var einkar góður fyrir Everton á leiktíðinni og Emil Hallfreðsson sneri aftur inn á völlinn í búningi Udinese. Arnór Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með CSKA Moskvu í Rússlandi og Albert fann netmöskva andstæðinga sinna með AZ Alkmaar undir lok leiktíðarinnar og Viðar Örn er búinn að skora fimm mörk fyrir Hammarby. Þá eru Arnór Ingvi Traustason og félagar hans hjá Malmö í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynna í dag hvernig leikmannahópur íslenska karlalalandsliðsins í knattspyrnu mun líta út í leikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 sem fram fara á Laugardalsvellinum um miðjan júnímánuð. Næstu leikir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM 2020 eru gríðarlega mikilvægir fyrir framhaldið en fyrir þennan legg leikja eru Ísland og Albanía með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í þriðja til fjórða sæti riðilsins og Tyrkland í öðru sæti með fullt hús stiga eða sex stig. Líklegast þykir að baráttan um annað sætið í riðlinum og beint sæti í lokakeppni mótsins verði á endanum á milli Íslands og Tyrklands og Albanía geti einnig blandað sér í þá baráttu. Af þeim sökum eru fjögur stig lífsnauðsynleg fyrir framhaldið og sex stig myndu koma liðinu í vænlega stöðu.Alfreð Finnbogason missir af leikjunum.vísir/gettyNánast sterkasta sveitin sem mætir til leiks Hamrén og Freyr hafa aldrei getað stillt upp liði sem samanstendur af sterkustu leikmönnum liðsins eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu síðasta haust en ef að líkum lætur komast þeir ansi nærri því þegar íslenska liðið etur kappi við Albana og Tyrki. Leikmenn sem misstu af leikjum liðsins í Þjóðadeildinni og fyrstu leikjum undankeppninnar fyrir EM 2020 eru margir hverjir að skríða saman og aðrir komnir í töluvert betra leikform en þeir voru í fyrir og eftir síðustu áramót. Af þeim leikmönnum sem mynduðu hópinn í síðasta leik íslenska liðsins í undankeppninni sem var tapleikur á móti Frakklandi er Alfreð Finnbogason sá eini sem vitað er að verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Viðar Örn Kjartansson eða Albert Guðmundsson koma sterkast til greina sem fremstu menn liðsins í leikjunum tveimur sem fram undan eru.Nokkrir koma til greina í framherjasveitina Baráttan um að fylla skarð Alfreðs í hópnum er síðan að öllum líkindum á milli Björns Bergmanns Sigurðarsonar og Andra Rúnars Bjarnasonar. Spurning er hversu langt Jón Daði Böðvarsson er kominn í ferli sínu við að hrista af sér meiðslin sem haldið hafa honum utan vallar síðustu mánuði. Þá gera Árni Vilhjálmsson, Elías Már Ómarsson og Kjartan Henry Finnbogason einnig tilkall til þess að vera í hópnum með frammistöðu sinni undanfarið. Emil Hallfreðsson hefur svo náð sér af þeim meiðslum sem urðu til þess að hann gat ekki leikið í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og gera má ráð fyrir að hann komi inn í hópinn þá á kostnað annað hvort Rúnars Más Sigurjónssonar eða Guðlaugs Victors Pálssonar.Arnór Sigurðsson skoraði fimm mörk í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu.vísir/gettyMargir leikmenn koma í verkefnið í góðu formi Það hafa þó nokkrir leikmenn sem búist er við að verði í leikmannahópnum sem kynntur verður í dag verið að gera það gott undandarið. Rúnar Alex Rúnarsson átti góða leiki á lokakaflanum með Dijon þegar liðið bjargaði sér frá falli, Ögmundur Kristinsson var valinn leikmaður ársins hjá gríska liðinu Larissa og Hannes Þór Halldórsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í slæmu gengi Vals í sumar. Hörður Björgvin Magnússon er fastamaður í liði CSKA Moskvu, Ragnar Sigurðsson sömuleiðis lykilleikmaður í vörn Rostov og Kári Árnason og samherjar hans hjá tyrkneska liðinu Gençlerbirliği fóru upp um deild. Aron Einar Gunnarsson átti gott keppnistímabil með Cardiff City þrátt fyrir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni, Gylfi Þór var einkar góður fyrir Everton á leiktíðinni og Emil Hallfreðsson sneri aftur inn á völlinn í búningi Udinese. Arnór Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með CSKA Moskvu í Rússlandi og Albert fann netmöskva andstæðinga sinna með AZ Alkmaar undir lok leiktíðarinnar og Viðar Örn er búinn að skora fimm mörk fyrir Hammarby. Þá eru Arnór Ingvi Traustason og félagar hans hjá Malmö í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti