Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 19:00 Útlit er fyrir að sætaframboð dragist verulega saman í millilandaflugi á næstu mánuðum. Fréttablaðið/Anton Brink Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira