Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 12:05 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. Í henni kemur fram að með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö ár. Endurskoðaða fjármálastefna felur í sér að dregið verði úr áformum um að afgang í afkomu ríkissjóðs en hagspár gera ráð fyrir verulegan samdrætti miðað við fyrri fjármálastefnu. „Það sem er að gerast hjá okkur í hagkerfinu er að við erum að sjá lítilsháttar samdrátt á þessu ári í staðinn fyrir hagvöxt sem áður var spáð og það leiðir til þess að tekjur dragast mjög verulega saman bæði á þessu ári og inn í komandi ár og þess vegna erum við að aðlaga stefnuna að þessum breyttu aðstæðum, þessum breyttu forsendum. Áður gerum við ráð fyrir að vera með mikinn afgang á ríkisfjármálunum, upp á um þrjátíu milljarða en við erum að segja að það sé óþarfi að gera það núna. Við ætlum að gefa frá okkur þau afkomumarkmið og reka ríkissjóð bara í jafnvægi á komandi árum og grípa til tiltekinna ráðstafanna til að koma í veg fyrir hallarekstur,“ segir Bjarni.Getur þú nefnt dæmi um til hvaða ráðstafana þið grípið?„Við erum að koma víða við í því efni. Við gerum kröfu um að tilteknar ríkistofnanir skili arði. Við ætlum að fara í hagræðingaraðgerðir. Bæði almennar aðgerðir en gerum eins líka ákveðna hagræðingar kröfu á kerfið í heild sinni. Það eru fjölþættar aðgerðir mundi ég segja sem við munum taka upp við fjárlaga nefnd við vinnslu fjármálaáætlunar,“ segir Bjarni.Vel í stakk búin Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að vegna lægri skuldastöðu og samfellds afgangs ríkisfjármálanna undanfarin ár sé þjóðarbúið vel í stakk búið til að takast á við tímabundinn mótvind. Bjarni segir að endurskoðun fjármálastefnunnar muni hafa áhrif á fjármálaáætlunina. „Já já, þetta hefur töluvert mikil áhrif og við erum í raun og veru að velta við hverjum steini í ríkisrekstrinum. Þetta snýr að öllu frá vaxtabyrði ríkissjóðs. Getum við gert eitthvað til þess að draga úr vaxtakostnaði? Hvar getum við nýtt fjármunina betur? Hver er staðan á einstökum verkefnum? Við höfum þurft að fara yfir þetta allt saman einu sinni en í aðdraganda þessarar vinnu og fjármálaáætlunin sem ég kynnti núna fyrir páska liggur inni í fjárlaganefnd og hún þarf að taka breytingum í samræmi við þetta,“ segir Bjarni. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og minnkandi hagvaxtar hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða eins og í löggæslu og ferðaþjónustu en þar er búist við lengri og jafnvel dýpri samdrætti en áður hefur verið spáð. „Við erum að reyna verja þessi áform sem að við höfum haft um að styrkja hin ýmsu innviði bæði félagslega og efnahagslega innviði. Löggæslan er þar á meðal. Skólastarf í landinu er líka þar á meðal, sömuleiðis heilbrigðiskerfið. Við teljum að við höfum verið með sóknaráætlun fyrir þessa þætti en það breytir því ekki að við þurfum að fara vel með hverja krónu. Varðandi ferðaþjónustuna þá sjáum við það strax að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þá er töluvert mikill samdráttur. Það geta verið sameiginlegir hagsmunir okkar allra og ferðaþjónustunnar að kanna hvað við getum gert til þess að ýta undir áframhaldandi vöxt í þeirri grein,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. Í henni kemur fram að með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö ár. Endurskoðaða fjármálastefna felur í sér að dregið verði úr áformum um að afgang í afkomu ríkissjóðs en hagspár gera ráð fyrir verulegan samdrætti miðað við fyrri fjármálastefnu. „Það sem er að gerast hjá okkur í hagkerfinu er að við erum að sjá lítilsháttar samdrátt á þessu ári í staðinn fyrir hagvöxt sem áður var spáð og það leiðir til þess að tekjur dragast mjög verulega saman bæði á þessu ári og inn í komandi ár og þess vegna erum við að aðlaga stefnuna að þessum breyttu aðstæðum, þessum breyttu forsendum. Áður gerum við ráð fyrir að vera með mikinn afgang á ríkisfjármálunum, upp á um þrjátíu milljarða en við erum að segja að það sé óþarfi að gera það núna. Við ætlum að gefa frá okkur þau afkomumarkmið og reka ríkissjóð bara í jafnvægi á komandi árum og grípa til tiltekinna ráðstafanna til að koma í veg fyrir hallarekstur,“ segir Bjarni.Getur þú nefnt dæmi um til hvaða ráðstafana þið grípið?„Við erum að koma víða við í því efni. Við gerum kröfu um að tilteknar ríkistofnanir skili arði. Við ætlum að fara í hagræðingaraðgerðir. Bæði almennar aðgerðir en gerum eins líka ákveðna hagræðingar kröfu á kerfið í heild sinni. Það eru fjölþættar aðgerðir mundi ég segja sem við munum taka upp við fjárlaga nefnd við vinnslu fjármálaáætlunar,“ segir Bjarni.Vel í stakk búin Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að vegna lægri skuldastöðu og samfellds afgangs ríkisfjármálanna undanfarin ár sé þjóðarbúið vel í stakk búið til að takast á við tímabundinn mótvind. Bjarni segir að endurskoðun fjármálastefnunnar muni hafa áhrif á fjármálaáætlunina. „Já já, þetta hefur töluvert mikil áhrif og við erum í raun og veru að velta við hverjum steini í ríkisrekstrinum. Þetta snýr að öllu frá vaxtabyrði ríkissjóðs. Getum við gert eitthvað til þess að draga úr vaxtakostnaði? Hvar getum við nýtt fjármunina betur? Hver er staðan á einstökum verkefnum? Við höfum þurft að fara yfir þetta allt saman einu sinni en í aðdraganda þessarar vinnu og fjármálaáætlunin sem ég kynnti núna fyrir páska liggur inni í fjárlaganefnd og hún þarf að taka breytingum í samræmi við þetta,“ segir Bjarni. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og minnkandi hagvaxtar hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða eins og í löggæslu og ferðaþjónustu en þar er búist við lengri og jafnvel dýpri samdrætti en áður hefur verið spáð. „Við erum að reyna verja þessi áform sem að við höfum haft um að styrkja hin ýmsu innviði bæði félagslega og efnahagslega innviði. Löggæslan er þar á meðal. Skólastarf í landinu er líka þar á meðal, sömuleiðis heilbrigðiskerfið. Við teljum að við höfum verið með sóknaráætlun fyrir þessa þætti en það breytir því ekki að við þurfum að fara vel með hverja krónu. Varðandi ferðaþjónustuna þá sjáum við það strax að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þá er töluvert mikill samdráttur. Það geta verið sameiginlegir hagsmunir okkar allra og ferðaþjónustunnar að kanna hvað við getum gert til þess að ýta undir áframhaldandi vöxt í þeirri grein,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40