Catalina lendir á þriðja tímanum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 11:02 Þessi Catalina, smíðuð árið 1943, kom til Reykjavíkur árið 2012. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. Þar sem flugbáturinn er í sjónflugi og hægfleygur er erfitt að fá uppgefinn nákvæman komutíma fyrr en nær dregur lendingu. Uppfært kl. 11.50: Lending áætluð klukkan 14.23. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni Reykjavik FBO, sem annast móttöku vélarinnar, fær hún væntanlega flugstæði norðan við Loftleiðahótelið, þar sem þristaveislan hefur staðið yfir undanfarna tíu daga. Þessi tiltekna Catalina, smíðuð árið 1941, er sú elsta í heiminum sem enn er eftir í flughæfu ástandi en jafnframt einhver sú merkasta í sögunni. Hún var staðsett á Reykjavíkurflugvelli á stríðsárunum og tókst þá að sökkva þremur þýskum kafbátum. Fyrir það er hún talin sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn stríðsvél nasista í síðari heimsstyrjöld. Katalínan verður einn af hápunktum flugsýningarinnar í Reykjavík á laugardag, sem er liður í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis flugs á Íslandi. Sýningarsvæðið á flugvellinum verður opið almenningi milli klukkan 12 og 16 en flugatriðin í lofti verða milli klukkan 13 og 15, samkvæmt upplýsingum Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Catalina kom síðast árið 2012 en þá gafst landsmönnum í fyrsta sinn í áratugi tækifæri til að sjá þennan sögufræga flugbát í Reykjavík. Fjallað var um komu hennar í þessari frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. Þar sem flugbáturinn er í sjónflugi og hægfleygur er erfitt að fá uppgefinn nákvæman komutíma fyrr en nær dregur lendingu. Uppfært kl. 11.50: Lending áætluð klukkan 14.23. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni Reykjavik FBO, sem annast móttöku vélarinnar, fær hún væntanlega flugstæði norðan við Loftleiðahótelið, þar sem þristaveislan hefur staðið yfir undanfarna tíu daga. Þessi tiltekna Catalina, smíðuð árið 1941, er sú elsta í heiminum sem enn er eftir í flughæfu ástandi en jafnframt einhver sú merkasta í sögunni. Hún var staðsett á Reykjavíkurflugvelli á stríðsárunum og tókst þá að sökkva þremur þýskum kafbátum. Fyrir það er hún talin sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn stríðsvél nasista í síðari heimsstyrjöld. Katalínan verður einn af hápunktum flugsýningarinnar í Reykjavík á laugardag, sem er liður í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis flugs á Íslandi. Sýningarsvæðið á flugvellinum verður opið almenningi milli klukkan 12 og 16 en flugatriðin í lofti verða milli klukkan 13 og 15, samkvæmt upplýsingum Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Catalina kom síðast árið 2012 en þá gafst landsmönnum í fyrsta sinn í áratugi tækifæri til að sjá þennan sögufræga flugbát í Reykjavík. Fjallað var um komu hennar í þessari frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38