Síðustu leikjum dagsins í undankeppni EM 2020 er lokið.
Þjóðverjar eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í C-riðli en þeir þýsku unnu 0-2 sigur á Hvíta-Rússlandi í dag þar sem Leroy Sane og Marco Reus sáu um markaskorun.
Ítalir gerðu góða ferð til Grikklands þar sem þeir skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum. Nicolo Barello, Lorenzo Insigne og Leonardo Bonucci sáu til þess að Ítalir unnu öruggan 0-3 sigur.
Skotar unnu dramatískan sigur á Kýpur þar sem Oliver Burke tryggði Skotum sigurinn á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 fyrir Skotum en liðin leika í I-riðli. Í sama riðli áttu Belgar ekki í nokkrum einustu vandræðum með Kasakstan þar sem lokatölur urðu 3-0 fyrir Belgíu. Romelu Lukaku, Timothy Castagne og Dries Mertens á skotskónum.
Stöð 2 Sport sýnir beint frá leikjum í undankeppni EM 2020 en dagskrána má nálgast hér.
Þýskaland, Ítalía og Belgía með fullt hús stiga
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið





Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn