Aron Einar: Ætluðum að ná í þrjú stig sama hvernig við spiluðum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:50 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira