Jóhann Berg: Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir og þreyttir Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2019 15:32 Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Albaníu fyrr í dag, var himinlifandi með sigurinn og markið sem hann skoraði. Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni en hann segir að fyrst og fremst hafi það verið ánægjulegt að þrjú stig hafi skilað sér í hús. „Við erum mjög ánægðir. Þrír punktar og ekkert mark fengið á okkur sem er mjög mikilvægt. Þetta var ekki fallegt en nokkuð solid, sérstaklega eftir að markið kom,“ sagði Jóhann við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir voru ekki að skapa sér nein svakaleg færi og mér fannst við vera nokkuð með þetta undir control. Þegar staðan er 1-0 þá er maður alltaf stressaður en frábært að ná í þennan sigur.“ Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var sendur til Dyflinnar fyrr í vikunni. Hann segir að standið á honum sé bara allt í lagi. Ekkert meira en það. „Ég var allt í lagi standi. Ég er ekki hundrað prósent. Það er smá vesen á mér og það er bara eins og það er. Maður reynir að gera sitt besta og það er ekkert annað að gera,“ en hverjar eru líkurnar á að hann spili gegn Tyrkjum á þriðjudag? „Bara ágæta. Þessi leikur er nýbúinn og við verðum að sjá til á morgun en maður verður að vera bjartsýnn.“ Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni og var hann beðinn um að lýsa markinu. „Birkir fékk boltann og setti hann á mig. Ég hélt að hann væri að fara dæma aukaspyrnu en hann lét leikinn fljóta og svo ákvað ég að keyra á vörnina. Þetta opnaðist ansi vel fyrir mig og gaman að sjá hann í markinu. Þetta var mikilvægt mark að skora svona snemma og eftir það vorum við nokkuð með þetta.“ Þrjú stigin voru það mikilvægasta við leikinn sagði Jóhann og sagði umræðuna hafa gírað menn upp. „Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir, þreyttir og það var ekki uppselt á leikinn sem er óvenjulegt hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að vinna leikinn.“ „Við vissum það alveg að ef við myndum spila okkar leik þá eigum við að vinna þetta lið. Þó við séum búnir að fara á tvö stórmót þá erum við ekkert hættir.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Albaníu fyrr í dag, var himinlifandi með sigurinn og markið sem hann skoraði. Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni en hann segir að fyrst og fremst hafi það verið ánægjulegt að þrjú stig hafi skilað sér í hús. „Við erum mjög ánægðir. Þrír punktar og ekkert mark fengið á okkur sem er mjög mikilvægt. Þetta var ekki fallegt en nokkuð solid, sérstaklega eftir að markið kom,“ sagði Jóhann við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir voru ekki að skapa sér nein svakaleg færi og mér fannst við vera nokkuð með þetta undir control. Þegar staðan er 1-0 þá er maður alltaf stressaður en frábært að ná í þennan sigur.“ Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var sendur til Dyflinnar fyrr í vikunni. Hann segir að standið á honum sé bara allt í lagi. Ekkert meira en það. „Ég var allt í lagi standi. Ég er ekki hundrað prósent. Það er smá vesen á mér og það er bara eins og það er. Maður reynir að gera sitt besta og það er ekkert annað að gera,“ en hverjar eru líkurnar á að hann spili gegn Tyrkjum á þriðjudag? „Bara ágæta. Þessi leikur er nýbúinn og við verðum að sjá til á morgun en maður verður að vera bjartsýnn.“ Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni og var hann beðinn um að lýsa markinu. „Birkir fékk boltann og setti hann á mig. Ég hélt að hann væri að fara dæma aukaspyrnu en hann lét leikinn fljóta og svo ákvað ég að keyra á vörnina. Þetta opnaðist ansi vel fyrir mig og gaman að sjá hann í markinu. Þetta var mikilvægt mark að skora svona snemma og eftir það vorum við nokkuð með þetta.“ Þrjú stigin voru það mikilvægasta við leikinn sagði Jóhann og sagði umræðuna hafa gírað menn upp. „Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir, þreyttir og það var ekki uppselt á leikinn sem er óvenjulegt hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að vinna leikinn.“ „Við vissum það alveg að ef við myndum spila okkar leik þá eigum við að vinna þetta lið. Þó við séum búnir að fara á tvö stórmót þá erum við ekkert hættir.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59
Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44
Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00