Þegar 6 loforð af 100 eru uppfyllt Sara Dögg skrifar 8. júní 2019 14:13 Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun